Listakonan Heiðdís Helgadóttir breytti eldhúsinu sínu á dögunum og var útkoman ótrúlega flott. Heiðdís tók niður efri skápana og skipti út innréttingu, flísum, eldavél, vask og ýmsu öðru. „Við eigum eftir að setja fleiri hillur/stangir/króka á efra svæðið en ákváðum að spara með því að sleppa efri skápum. Mjög ánægð með það, finnst eldhúsið stækka um helming,“ sagði Heiðdís um breytingarnar í hópnum Skreytum Hús á Facebook. Við fengum góðfúslegt leyfi hennar til þess að birta myndirnar hér á Bleikt.