Það getur verið mjög stressandi að fara í atvinnuviðtal og sést stressið gjarnan á líkamstjáningunni. Maður fiktar í hárinu sínu, á erfitt með að halda augnsambandi og kinkar ákaft kolli. Atvinnuviðtöl eru mikilvæg og geta skipt sköpum þegar kemur að því hvort maður fær draumavinnuna eða ekki. Þegar maður er meðvitaður um líkamstjáningu sína er hægt að forðast þessi sjö algengu mistök sem Lifehacker fór yfir. Lestu yfir ráðin hér fyrir neðan, þau gætu hjálpað þér í næsta atvinnuviðtali.
Rannsókn um augnsamband sem var framkvæmd á vegum New York State Psychiatric Institute bendir til þess að vöntun á augnsambandi geti leitt til neikvæðra tilfinninga hjá fólki. Augnsamband getur látið fólki líða eins og það sé verið að rannsaka það vandlega, sem gerir að verkum að það verður meðvitað um sjálft sig og horfir í burtu.
Hvað er vandamálið?
Skortur á augnsambandi getur látið mann líta út fyrir að vera ótraustverðugan og óöruggan.
Hvernig á að forðast það?
Æfðu þig með vinum þínum svo þér finnist þægilegra að halda augnsambandi.
Rannsókn á vegum Hertfordshire háskóla sýnir að vera á iði minnkar stresshormón svo það er dæmigert að gera það í atvinnuviðtali.
Hvað er vandamálið?
Þegar maður fiktar í hárinu sínu, snertir andlitið eða gerir annað þar sem maður er á iði, sendir maður þeim sem er að taka viðtalið skilaboð um maður sé óöruggur og hafi ekki undirbúið sig nógu vel fyrir viðtalið.
Hvernig á að forðast það?
Krosslegðu handleggina fyrir framan þig á meðan þú ert ekki að tala, en ekki vera stíf.
Niðurstöður rannsóknar frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð gefa til kynna að þegar maður sér einhvern brosa þá örvist taugafrumur í heilanum sem framkalla bros hjá okkur. Það leiðir til sameiginlegrar jákvæðrar upplifunar.
Hvað er vandamálið?
Ef maður sleppir því að brosa mun vinnuveitandanum finnast maður vera óhamingjusamur eða óvinalegur.
Hvernig á að forðast það?
Þvingaðu sjálfa þig til að brosa stöðugt rétt fyrir viðtalið. Það getur hjálpað að minnka kvíða og lækka blóðþrýstinginn.
Rannsókn vísindamanna við University of Illinois komust að því að handaband kemur af stað taugahringrás í heilanum okkar sem ýtir undir jákvæðar tilfinningar um hæfni og orðheldni.
Hvað er vandamálið?
Umsækjendur sem byrja atvinnuviðtal með veikburða handabandi eru síður álitnir tilkomumiklir og traustverðugir en þeir sem eru með sterkt handaband.
Hvernig á að forðast það?
Æfðu handabandið þitt með vinum þínum. Notaðu heilt grip, kreistu og hristu höndina þrisvar á meðan þú heldur augnsambandi.
Sálfræðileg rannsókn á líkamstöðu á vegum vísindamanna við Northwestern University bendir til þess að hokin líkamsstaða sé fylgifiskur lágs sjálfstrausts. Það að tileinka sér öfluga og upprétta líkamsstöðu getur aukið sjálfsöryggi.
Hvað er vandamálið?
Vinnuveitandinn gæti túlkað hokna líkamsstöðu sem merki um lágt sjálfstraust og þar af leiðandi efast um hæfni einstaklingsins til starfsins.
Hvernig á að forðast það?
Settu fæturnar fast á gólfið, ýttu mjöðmunum þínum aftar í stólnum, réttu úr bakinu og settu annan handlegginn á stólarminn.
Joe Navarro, líkamstjáningar sérfræðingur, sagði í viðtali við Psychology Today að krosslagðir handleggir geti verið túlkaðir sem tilraun til að kljást við kvíða eða aðra andlega kvöl.
Hvað er vandamálið?
Þegar maður er með handleggina krosslagða yfir bringuna gefur það atvinnurekandanum þá hugmynd að maður sé óöruggur, í vörn og líði óþægilega í nærveru hans.
Hvernig á að forðast það?
Vertu meðvituð um að halda handleggjunum í sundur. Settu aðra hönd í kjöltuna og hina á borðið. Þá ertu með handleggina tilbúna fyrir eðlilegt látbragð.
Dr. Travis Bradberri skrifaði að kinka kolli ákaft bendir til kvíða um samþykki, svo það kemur ekki á óvart að maður gerir þetta í atvinnuviðtölum.
Hvað er vandamálið?
Að kinka kolli ákaft í atvinnuviðtali getur látið mann líta út eins og maður skilji ekki eitthvað almennilega eða að maður sé ekki að hlusta.
Hvernig á að forðast það?
Takmarkaðu og stjórnaðu hversu oft þú kinkar kolli. Reyndu aðeins að kinka kolli einu til tvisvar sinnum þegar það á við í viðtalinu. Ef þú ert óviss um hvað sé verið að tala um, spurðu frekar en að kinka kolli.
Hafðu líkamstöðuna þína háa og beina þegar þú kemur inn í viðtalsherbergið.
Þetta hjálpar að sýna sjálfsöryggi, sem hjálpar atvinnurekendum að treysta því að þú getir tekið að þér starfið.
Speglaðu þann sem er að taka viðtal við þig
Að spegla spilar lykilhlutverk í að mynda tengsl við aðra. Speglaðu tilfinningar sem þú sérð. Til dæmis ef verið er að segja þér frá einhverju sem einstaklingurinn er spenntur fyrir, sýndu áhuga með líkamstjáningunni þinni.
Sýndu að þú sért að hlusta
Hallaðu þér í átt að viðmælandanum, viðhaltu náttúrulegu augnsambandi og taktu af og til saman í orðum það sem vinnuveitandinn er að segja við þig. Þannig fullvissarðu hann um að þú skiljir hvað hann er að segja.
Skildu eftir jákvæða ímynd
Taktu saman eignir þínar rólega og ekki drífa þig út úr herberginu. Taktu í höndina á öllum sem eru á staðnum, segðu takk og brostu á leiðinni út.