fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Nýtt myndband við Eurovision lagið Til mín – Viðtal!

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. febrúar 2017 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú nálgast Eurovision-keppnin óðum, og lögin sem taka þátt í ár hafa verið kynnt til sögunnar. Eitt laganna sem keppir í ár er Til mín eftir Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur, en flytjendur þess eru Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir.

Í gær kom út myndband við lagið – en við á Bleikt ákváðum að hafa samband við flytjendur lagsins og forvitnast aðeins um þau og nýja myndbandið.


Arnar Jónsson er 31 árs og er giftur lagahöfundinum henni Hófí. Hann er Árbæingur og pabbi, en á heima í Grafarvoginum núna. Fyrir utan að hafa sungið frá barnsaldri lærði hann tæknifræði og starfar á verkfræðistofunni Lotu. Fyrstu skref hans í opinberum tónlistarflutningi voru árið 2005 þegar hann tók þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna fyrir hönd Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Rakel Pálsdóttir er 28 ára og tveggja barna móðir af Skaganum. Hún á líka heima í Grafarvogi. Rakel starfar sem þroskaþjálfi í Foldaskóla og í Álfalandi – svo er hún auðvitað söngkona og lagahöfundur. Rakel spilaði með og stofnaði hljómsveitina Hinemoa, en hætti í henni í fyrra til þess að sinna fleiri sólóverkefnum. Hún hefur líka sungið bakraddir fyrir Ragnheiði Gröndal, Rigg viðburði, Sycamore tree og fleiri.

Um hvað fjallar lagið?
Til mín fjallar um sorg og söknuð. Hófí hafði nýlega misst föðurafa sinn þegar hún samdi lagið. Hún horfði upp á ömmu sína sem eftir sat með brostið hjarta. Amma hennar missti ekki bara sinn besta vin og sálufélaga heldur líka hluta af sjálfri sér og textinn endurspeglar svolítið þennan missi. Óskin um að endurheimta ástvin er sterk en nokkuð ljóst að það muni ekki gerast.

Eruð þið sjúklega spennt fyrir keppninni?

Við erum alltaf spennt fyrir Eurovision, hvort sem við erum að taka þátt eða ekki. Við erum þó sérstaklega spennt í ár þar sem umfangið á keppninni hefur aukist rosalega. Það verður víst öllu tjaldað til og við getum varla beðið eftir að fá að flytja lagið í beinni útsendingu fyrir alþjóð!

Hvernig hafa viðtökur verið?

Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólk nær að tengja mjög vel við lagið þar sem flest okkar hafa upplifað sorg og söknuð.

Segið mér frá gerð myndbandsins?

Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndbandsins, Snædís Snorradóttir, kom til okkar með þessa hugmynd og við kolféllum fyrir henni. Hún var algjörlega með allt á hreinu. Hún fann virkilega fallega strönd á Reykjanesinu og við fórum þangað um síðustu helgi til þess að taka myndbandið upp. Það var rosalega kalt en sem betur fer var hún með allt niðurneglt svo þetta tók alls ekki langan tíma. Leikararnir í myndbandinu og bara allt crew-ið stóð sig ótrúlega vel og við erum himinlifandi með útkomuna.

Hverju megum við eiga von á frá ykkur á næstunni?

Þið megið auðvitað eiga von á svakalegum flutningi í Háskólabíói þann 25. febrúar! Það er allt annað að syngja live með bakröddum og við erum svo lánsöm að vera með nokkra af okkar bestu söngvurum í bakröddunum. Hver veit svo nema Hófí hendi í annan dúett fyrir okkur.


Áhugasamir geta fylgst með Arnari og Rakel á Snapchat undir nafninu: arnarrakelesc
Facebook síðan þeirra
Twitter: @arnarrakelesc
Instagram: arnarrakelesc

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.