Á þessum síðustu og alverstu tímum leiðir kona hugann óhjákvæmilega að því hvert heimurinn stefnir. Fjörutíu milljónir eru á flótta frá heimilum sínum vegna stríðsátaka – bara ósköp venjulegt fólk sem átti sinn tannbursta, uppáhaldsbolla og kannski þægilegan stól. Fólk eins og ég og þú!
Fréttir af vaxandi misrétti gagnvart fólki, á grundvelli trúarbragða, uppruna, kyns og kynhneigðar, í nágrannalöndum á borð við Bandaríkin vekja upp enn frekari áhyggjur. Ákveðin öfl vinna hörðum höndum að því að „normalisera“ misréttið og binda það jafnvel í lög og reglugerðir.
Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku gerði þetta fallega myndband sem vekur okkur til umhugsunar um að það sem sameinar okkur er eflaust meira en það sem sundrar okkur.
https://www.facebook.com/nyagphotos/videos/367779706938048/