Við rákumst á þetta gullfallega snyrtiborð sem Bára Ragnhildardóttir, bloggari á Ynjum, bjó til fyrir svefnherbergið sitt. Hún gaf okkur leyfi til að deila lýsingu á því hvernig hún smíðaði borðið með lesendum Bleikt.
Núna erum við litla fjölskyldan nýflutt en áður en við fluttum vorum við tiltölulega ný búin að taka svefnherbergið okkar í gegn. Í kjölfarið á því verkefni útbjuggum við (eða Richard réttara sagt) “heimatilbúið” snyrtiborð sem mig langar að deila með ykkur.
Borðið sjálft er búið til úr tveim BESTÅ skápum úr IKEA. Sem er frábært því okkur vantaði skápapláss í íbúðina. Til að festa skápana saman og búa til borðið sjálft notaði Richard framhlið/hillu úr BESTÅ línunni sem er 60×40 og passaði á milli skápana. Hann festi þessa framhlið/hillu upp með því að skrúfa hillubera í skápana og tilla henni svo ofaná þá.
Til að fela samskeytin settum við toppplötu úr hvíttuðu gleri úr BESTÅ línunni og fengum með því flotta heildarmynd á borðið. Toppplatan er 180×40 og þess vegna höfðum við passað að framhliðin/hillan væri 60 á lengd svo að toppplatan væri akkurat jafn löng og snyrtiborðið í heild (3 x 60)
Fyrir ofan borðið settum við svo spegil sem er 60×60 cm og ljós sitthvoru megin við. Richard tengdi svo „slökkvitakka” í ljósin og festi undir borðið svo það væri þægilegt að kveikja og slökkva.
Greinin birtist fyrst á Ynjum
Smelltu hér til að lesa meira frá Báru Ragnhildardóttur