fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Gullfallegt DIY snyrtiborð frá Báru Ragnhildardóttur á Ynjum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 30. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þetta gullfallega snyrtiborð sem Bára Ragnhildardóttir, bloggari á Ynjum, bjó til fyrir svefnherbergið sitt. Hún gaf okkur leyfi til að deila lýsingu á því hvernig hún smíðaði borðið með lesendum Bleikt.

Gjörið svo vel!

Núna erum við litla fjölskyldan nýflutt en áður en við fluttum vorum við tiltölulega ný búin að taka svefnherbergið okkar í gegn. Í kjölfarið á því verkefni útbjuggum við (eða Richard réttara sagt) “heimatilbúið” snyrtiborð sem mig langar að deila með ykkur.

Hérna er það sem við notuðum, það fæst allt í IKEA:

Borðið sjálft er búið til úr tveim BESTÅ skápum úr IKEA. Sem er frábært því okkur vantaði skápapláss í íbúðina. Til að festa skápana saman og búa til borðið sjálft notaði Richard framhlið/hillu úr BESTÅ línunni sem er 60×40 og passaði á milli skápana. Hann festi þessa framhlið/hillu upp með því að skrúfa hillubera í skápana og tilla henni svo ofaná þá.


Til að fela samskeytin settum við toppplötu úr hvíttuðu gleri úr BESTÅ línunni og fengum með því flotta heildarmynd á borðið. Toppplatan er 180×40 og þess vegna höfðum við passað að framhliðin/hillan væri 60 á lengd svo að toppplatan væri akkurat jafn löng og snyrtiborðið í heild (3 x 60)

Fyrir ofan borðið settum við svo spegil sem er 60×60 cm og ljós sitthvoru megin við. Richard tengdi svo „slökkvitakka” í ljósin og festi undir borðið svo það væri þægilegt að kveikja og slökkva.


Greinin birtist fyrst á Ynjum

Smelltu hér til að lesa meira frá Báru Ragnhildardóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“