Þegar litið er inn í þessi stórkostlegu egg dettur manni eiginlega ekki í hug úr hverju þau eru. Þau líta út eins og fallegu steinarnir sem við sjáum stundum á steinasöfnum (eða í náttúrunni ef við erum sjúklega hressar fjallageitur). En hér eru sko engir steinar á ferð!
Það er eiginlega ótrúlegt að ytra byrðið sé úr súkkulaði og glitrandi kristallarnir innan í úr sykri… Samt er það nú svo!
Alex Yeatts, tvítugur bakari, er snillingurinn á bak við þessa mögnuðu matarlist – því það verður eiginlega að kalla eggin LIST, svo fögur eru þau.
Eggin voru verkefni Alex og Abby vinkonu hans, sem bæði stunda nám í matreiðsluskóla. Þau bjuggi til 12 stykki, en það tók hálft ár að fá sykurkristallana til að vaxa innan í eggjunum. Allan þann tima höfðu þau ekki hugmynd um hvað væri að gerast inni í eggjunum, en daglega þurfti að snúa þeim á alla kanta til að kristallarnir yxu sem jafnast. Það var því mikil eftirvænting þegar eggin voru opnuð.
https://www.facebook.com/Insiderdessert/videos/1662855424009943/