Speglabókin er læsilegur og áhugaverður krimmi eftir rúmenska rithöfundinn E.O. Chirovici. Árið 1987 er virtur sálfræðiprófessor myrtur og áratugum seinna er farið að kanna málið að nýju. Þarna eru óvæntar vendingar og persónur sem hafa ýmislegt að fela. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
Í Hrakningum á heiðavegum er að finna frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu á ýmsum tímum. Frásagnirnar eru gríðarlega vel skrifaðar og sumar beinlínis magnaðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur komist við. Skyldulesning fyrir alla þá sem unna þjóðlegum fróðleik.
Sjón fékk nýlega Menningarverðlaun DV fyrir Ég er sofandi hurð, lokabindið í hinum frumlega þríleik Codex 1962. Sjón vann á sínum tíma einnig til Menningarverðlauna DV „Þetta reddast“ hugsunarhátturinn hefur löngum verið talinn einkenna Íslendinga. Hann er mjög áberandi þegar kemur að málefnum ferðamanna. Þar er eins og þurfi enga áætlun og engar aðgerðir, viðhorfið er að allt muni þetta bjargast. Sofandahátturinn hefur verið nær algjör enda stefnir í óefni. Einstaka sinnum er eins og stjórnvöld rumski og þá tuldra þau um átak og áætlanir og nauðsyn á heildarsýn, en hafa ekki fyrr sleppt orðinu en þau falla aftur í djúpan svefn. Síðasta ríkisstjórn kom ekki skikk á ferðamálin, stóð sig reyndar afburða illa í þeim málaflokki, og ný ríkisstjórn virðist ætla að verða jafn aðgerðarlítil. Á meðan svo er láta náttúruperlur landsins á sjá vegna álags og það sama má segja um vegakerfið, sem var nú svosem ekki beysið fyrir. Stórlega skortir á að gætt sé að öryggi ferðamanna. Vissulega kostar fjármuni að vernda náttúru, byggja upp vegakerfi og auka öryggi, en það er skylda stjórnvalda að sjá um að það sé gert. fyrir fyrstu söguna í þríleiknum, Augu þín sáu mig, og bók númer tvö, Með titrandi tár. Þrjár sögur sem komu út fyrir síðustu jól í einni bók. Leiftrandi frumleiki og frábær stílgáfa!