fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025

Myndin sem Ragga Nagli ætlaði aldrei að deila: „Svona er veruleikinn á æfingum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2017 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hún var að deila mynd á Facebook síðuna sína, mynd sem hún upprunalega ætlaði alls ekki að deila. En hún ákvað að deila myndinni því hún leggur mikið upp úr að sýna raunveruleikann, það sem gerist baksviðs en ekki leikritið.

Myndin umrædda.

Þetta hefur Ragga um myndina að segja:

Þegar Naglinn sá þessa mynd á símanum var fyrsta hugsunin:

„Ojj hvað ég er ljót þarna… ætla sko ekki að pósta þessari hryggðarmynd. Lítil börn fara að gráta. Fólk missir svefn vegna martraða. Óvinnufær af viðbjóði. “

En svo kom litla skynsemisröddin og sagði: Þú leggur mikið uppúr að sýna raunveruleikann í allri sinni dýrð. Það sem gerist baksviðs en ekki leikritið. Raunhagkerfið klippt og skorið. Séð og heyrt.

Ekki bara bestu lýsinguna. Besta sjónarhornið. Bestu pósurnar. Fallegustu svipbrigðin.

Naglinn er ekki að leggja fyrir sig fyrirsætubransann með póstum á samfélagsmiðlum.

Það er ekki eftirspurn eftir næstum fertugum konum undir meðalhæð.

Og Naglinn gaf sjálfri sér einn vænan gómorren á kinnina.

Svona er veruleikinn á æfingum.

Ljótan á lokastigi. Grettur og geiflur. Rymjur og stynjur.

Lokuð augu í einbeitningu.

Órakaðir sveittir handarkrikar.

Rassasviti.

Enginn filter.

Þú ert að hugsa um að klára settið.

Að hamra út næsta skref með þessar bjöllur í sveittum lófunum.

Ekki ondúleruð með nýlagt hárið.

Heldur með allt sleikt aftur í gamla teygju svo hárið flækist ekki fyrir í átökunum.

Ekki uppstillt með silungastút á varalituðum munni.

Ekki einu sinni með maskara því hann gubbast niður á kinnarnar í fyrsta setti.

Þegar við sleppum hræðslunni við að vera berskjölduð styrkjum við sjálfstraustið.

Það er þá sem við segjum við litlu sjálfsmyndina… ‘hey stelpa þú rokkar… sama hvernig þú lítur út’

Þú rokkar í hvaða pósu sem er. Í hvaða þyngd sem er. Í hvaða átfitti sem er. Með hvaða smetti sem er.

Því það er þessi hræðsla sem fangelsar okkur í lágu sjálfsmati.

Ekki gefa hræðslunni þau lyklavöld.

Þú ert alltaf nóg.

Hægt er að fylgjast með Röggu Nagla á Snapchat og Instagram undir @ragganagli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar

Myndbirting Salah af Trent í morgunsárið vekur upp margar spurningar
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlar að loka á afa sinn ef hann verður dæmdur barnaníðingur – „Þá hittir hann ekki dóttur mína“

Ætlar að loka á afa sinn ef hann verður dæmdur barnaníðingur – „Þá hittir hann ekki dóttur mína“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana

Njósnari United sagður reglulegur gestur til að skoða mann sem gæti tekið við af Onana
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.