fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 28. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu. Uppskriftinni veit ég ekki nákvæm deili á en skilst þó að matreiðslukennari sem heitir Ásta eigi heiðurinn af henni. Það er smá dútl að baka þessi brauð en verðlaunin skila sér við fyrsta munnbita. Njótið vel!

Nan brauð með kókos, döðlu, hvítlauks og chilifyllingu

3 dl mjólk, volg
2 msk sykur eða hunang
4 tsk þurrger
13 dl hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk olífuolía
3 dl hrein jógúrt eða Ab mjólk

Ofan á
2 msk garam masala (má sleppa)

Fylling
250 g döðlur (ekki ferskar)
165 ml kókosmjólk
25 g smjör, brætt
2 hvítlauksrif
1 heilt rautt eða grænt chili

Hvítlaukssmjör
100 g smjör
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk maldonsalt

  1. Setjið sykur og þurrger saman í skál. Hellið volgri mjólkinni yfir og látið standa í 10 mínútur.
  2. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og Ab mjólk saman við og blandið vel saman með sleif. Bætið við hveiti ef deigið er of blautt. Hnoðið vel og látið lyfta sér á hlýjum stað í 40 mínútur.
  3. Skiptið deiginu í 16 jafnstóra hluta og fletjið með höndunum út mjög þunnar kökur.
  4. Gerið fyllinguna með því að blanda öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél þar til það er orðið að þykku maukið. Smyrjið fyllingu á með skeið og leggið kökurnar saman. Fletið betur út með keflinu. Stráið ögn af garam masala á hverja köku og raðið á bökunarplötu.
  5. Stráið kókosflögum á brauðið (má sleppa) og látið lyfta sér á plötunni í 20-40 mínútur.
  6. Bakið næst efst í 250°c heitum ofni í 5-7 mínútur. Penslið brauðin með hvítlaukssmjöri um leið og þau koma úr ofninum og raðið þeim á fat.
  7. Gerið hvítlaukssmjörið. Bræðið smjörið í örbylgjuofni og bætið hvítlauk og salti saman við. Penslið brauðin um leið og þau koma úr ofninum. Berið smjörið sem verður afgangs með brauðunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu

Modric skrifar undir og tekur við fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Aubameyang kveður og Greenwood kemur í hans stað

Aubameyang kveður og Greenwood kemur í hans stað
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel

Sverrir verið seldur á svakalegar upphæðir – Blikar græða vel
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu

PSG kemur og fer – Byrjaðir að horfa aftur til Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.