Stundum ætlar maður sér að prufa eitthvað nýtt, eins og að klippa á sig sjálfur topp, en það heppnast ekki eins og maður vonaði. Maður horfir þá í spegilinn með tárin í augunum og vonar að þetta reddist einhvern veginn eða maður geti verið með húfu næstu mánuðina.
Marie Claire deildi myndbandi á Facebook síðu sinni þar sem er farið yfir tíu verstu mistökin sem svokallaðir beauty vídeóbloggarar hafa óvart gert. Allt frá því að raka óvart hluta af augabrúninni í burtu og brenna hárlokk svo verulega með krullujárni að hann dettur af. Hér eru nokkrir beauty-vídeóbloggarar sem gerðu rosaleg mistök sem þeir sjá pottþétt eftir. Maður getur ekki annað en vorkennt þeim og kannski flissað smá í leiðinni.