fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Gwyneth Paltrow gefur út opinskáar leiðbeiningar um endaþarmsmök

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 24. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Gwyneth Paltrow er langt frá því að vera feimin og hikar ekki við að tala opinskátt um kynlíf. Í nýjasta tölublaði The Sex Issue fer hin 44 ára gamla Paltrow yfir fullnægingar, hjálpartæki, skyndikynni og klám. Það sem vekur hins vegar mesta athygli er löng og ítarleg grein hennar um endaþarmsmök þar sem hún gefur leiðbeiningar í samráði við Paul Joannides doktor í sálfræði.

Gwyneth Paltrow er ekki hrædd við að tala opinskátt um kynlíf. Mynd/Getty

„Fyrst var þetta eitthvað til að hneykslast yfir, svo var þetta rætt opinskátt og nú er endaþarmskynlíf venjulegt í svefnherbergjum fólks – þetta má sjá með því að skima yfir fjölmiðla, klám og sjónvarpsþætti. Sannleikurinn er hins vegar sá að það eru ekki allir sem stunda það,“

segir Paltrow í grein sinni. Vitnar hún í niðurstöður rannsóknar bandaríska heilbrigðiseftirlitsins þar sem kemur fram að 30 til 40% gagnkynhneigðra karla og kvenna hafa prófað endaþarmsmök:

„Ef endaþarmsmök æsa þig þá ertu ekki ein. En hversu algengt það er að stunda endaþarmsmök breytir því ekki að þau eru algengasta leiðin til að smita HIV og aðra kynsjúkdóma.“

Johannides segir að endaþarmsmök hafi orðið algengari eftir að klám færðist yfir á netið:

„Ég myndi segja að árið 2005 þá hafi kláminu tekist að hætta að gera greinarmun á leggöngum kvenna og endaþarmi.“

Paul Joannides doktor í sálfræði og Gwyneth Paltrow leikkona. Mynd/Getty

Vandinn sé hins vegar sá að klám gefur ekki raunsanna mynd af endaþarmsmökum þar sem oft sé mikill undirbúningur búinn að fara fram bak við tjöldin því engin kona sé reiðubúin að fá typpi inn í rassinn án nokkurs undirbúnings. Fyrst þurfi hún að vera búin að læra að slaka á hringvöðvanum eða undirbúa sig vel með fingrum og/eða hjálpartækjum, að ógleymdu miklu magni af sleipiefni. Varðandi smithættu þá segir Johannides að það sé góð regla að nota alltaf smokk við endaþarmsmök því HIV smithættan sé 17 sinnum meiri við endaþarmssamfarir en við samfarir í leggöng. Smokkurinn sé einnig til að vernda karlmanninn því það sé sýkingarhætta ef saurgerlar komist inn í þvagrásina.

Gefur hann þrjú góð ráð til að gera endaþarmsmök ánægjuleg fyrir báða aðila:

  • Báðir aðilar þurfa að gera það með fullu samþykki, án þrýstings.
  • Typpið þarf að koma inn í réttri hæð svo það rekist ekki utan í garnir viðtakans.
  • Alls ekki stunda endaþarmsmök undir áhrifum mikils áfengis, lyfja eða nota deyfandi sleipiefni. Sársauki sé líkamlegt viðbragð, í stað þess að deyfa sársaukann þá er betra að hætta og undirbúa hringvöðvann meira í stað þess að halda áfram.

Að lokum er bent á í greininni að það sé ekki nauðsyn að fara alla leið, sérstaklega ekki í fyrstu atrennu að svæðinu, heldur prófa fyrst fingur með sleipiefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.