fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025

Elín Inga: Úrelt samskipti kynjanna – „Ótrúlegt að við séum enn að nota þetta hugtak“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega verða á vegi mínum pistlar sem snúa að samskiptum kynjanna. Pistlarnir snúa nær alltaf að stefnumótamenningu eða ástarsamböndum. Fyrirsagnir pistlanna grípa okkur, líklega vegna þess að ást er sterk tilfinning og við leitumst við að skilja hana, leitum hennar eða viljum viðhalda henni.

Margir þessara pistla henda gaman að því hvernig annað kynið hagar sér á einhvern ákveðinn hátt sem hitt kynið á bágt með að skilja og neyðist því til að ráða hegðunina líkt og dulmál. Þá gefa pistlarnir gjarnan ráð um hvernig lesa megi dulmálið.

Elín Inga, höfundur greinar.

Þökk sé opinni jafnréttisumræðu vitum við betur í dag. Við vitum að hvorugt kynið er dulkóðað í augum hins eða ófært um að gefa því til kynna hug sinn á mannamáli. Að sama skapi er hvorugt kynið ófært um að skilja það sem gefið er til kynna, svo fremi að hlustað sé og hugur fylgi máli og öfugt.

Það er hins vegar áhugavert að ekki sé sett stærra spurningarmerki við sjálft hugtakið „samskipti kynjanna“, því hugtakið er stórkostlega úrelt sem slíkt. Í raun er ótrúlegt að við séum enn að nota þetta hugtak í ljósi þess hve margir eru annarrar kynhneigðar en gagnkynhneigðar. Þetta vitum við líka, við þurfum bara að temja okkur nýtt tungutak.

Ég legg hér með til að við skiptum hugtakinu „samskipti kynjanna“ út fyrir hugtakið „rómantísk samskipti“ í pistlum framtíðarinnar. Ekki að ég sjái hvers vegna við ættum endilega að standa í öllum þessum pistlaskrifum um rómantísk samskipti. Þau eru líklega eins ólík og þau eru mörg. Ef einhver hins vegar telur sig einstaklega færan í slíkum samskiptum og finnur sig knúinn til að skrifa um þau pistla – gott mál. Ég er a.m.k. búin að bæta einum í flóruna.

Elín Inga Bragadóttir

Greinin birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor

Ugla Tré og Gógó slá í gegn á samfélagsmiðlum – Árni kryfur samfélagsmálin, borgarstjórn og Alþingi með aulahúmor
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum
Nýtt lag frá KALEO
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni

Rosalegur dráttur í Meistaradeildinni: Liverpool fékk mjög erfiðan drátt – Madrídar slagur á Spáni
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.