fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Brad Pitt og Angelina Jolie byrjuð að tala saman aftur: „Þetta er mikilvægt skref“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. mars 2017 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilnaður Brad Pitt og Angelinu Jolie var einn mest umtalaði skilnaður ársins 2016, slúðurpressan syrgði endalok „Brangelinu“ og fjallaði grimmt um skilnaðinn. Brad og Angelina sendu frá sér tilkynningu 5. janúar um að þau mundu halda upplýsingum um skilnaðinn frá fjölmiðlum og þá hefur slúðurpressan efllaust grátið aftur. Stjörnuparið var gift í tvö ár en saman í 12 ár samtals.

Brúðhjónin og börnin sex.

Það eru komnir tveir mánuðir síðan fyrrum parið réði einkadómara til að sjá um skilnaðinn þeirra og forræðisdeilur. Samningaviðræður eru enn í gangi en það lítur út fyrir að þau séu að nálgast niðurstöðu, þar sem Brad og Angelina eru byrjuð að tala saman aftur í fyrsta sinn í langan tíma.

„Hlutirnir hafa róast á milli Brad og Angelinu. Spennan er ekki eins mikil og hún hefur verið. Þau eru að einbeita sér að börnunum og vinna að því að gera það sem er best fyrir þau,“

segir heimildarmaður E!News. Það eru komnir sex mánuðir síðan fréttir af skilnaði þeirra komu fram í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildarmanni E!News eru samskipti Brad og Angelinu takmörkuð en jákvæð, og fær Brad að eyða meiri tíma með börnunum og er á góðum stað.

„Þau byrjuðu nýlega að tala saman aftur og það er mikilvægt skref. Þangað til núna voru öll samskipti í gegnum lögfræðinga og aðstoðarmenn. Þau töluðu ekkert saman eftir atvikið í flugvélinni og allt fór í fjölmiðla,“

sagði heimildarmaður náinn leikaranum. Ákvörðunin um að hefja samskipti á ný var tekin vegna „ráðlegginga frá sálfræðingum barnanna og þeirra,“ samkvæmt heimildarmanni E!News.

„Þau eru að einbeita sér að börnunum og taka lítil skref til að vinna úr því sem gerðist. Núna tala þau aðeins um börnin og stundaskrár þeirra, en það er skref í jákvæða átt.“

Heimildarmaðurinn segir að Brad voni að það gangi vel hjá þeim að deila forræði yfri börnunum og komast á þann stað þar sem þau geti verið vingjarnleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst

Zirkzee sagður vilja komast burt sem fyrst
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.