fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Uppskrift mæðgnanna að Ratatouille með kartöflumús

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að Ratatouille með kartöflumús og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum.

Í svona fallegu vetrarveðri finnst okkur tilvalið að bjóða upp á dásamlegt ratatouille með heimalagaðri kartöflumús. Máltíðin er stútfull af góðu grænmeti og rennur ljúflega niður með gómsætri kartöflumúsinni.

Framkvæmdin er ekki flókin, en það þarf að byrja að huga að matseldinni með ágætum fyrirvara því við bökum kartöflurnar fyrir kartöflumúsina í 1 – 1 ½ klst. Þetta er reyndar hægt að gera löngu áður en byrjað er að elda hitt, því það eina sem þarf að gera er að setja kartöflurnar inn í ofn og bíða. T.d. má alveg baka kartöflurnar kvöldið áður og geyma í kæli.

Ratatouille-ið sjálft er ofureinfalt. Við byrjum á að baka grænmetið í ofninum í 12-15 mín, og blöndum því svo út í bragðgóða tómatsósuna.

Ofnbakað grænmeti.
Ofnbakað grænmeti baðar sig í sósunni.

 

Uppskrift fyrir 4-6

Kartöflumús úr bökuðum kartöflum

4 bökunarkartöflur
2 msk ólífuolía eða vegan smjör eða ykkar uppáhalds olía/smjör
1 tsk sjávarsaltflögur
nýmalaður svartur pipar
1 heill hvítlaukur (ef vill)

  1. Skolið kartöflurnar og bakið heilar með því að setja þær á bökunarplötu og inn í ofn og bakið við 200°C í um 1 – 1 ½ klst eða þar til þær eru alveg tilbúnar.
  2. Samtímis er gott að baka heilan hvítlauk í ofninum, en taka hann út eftir u.þ.b. ½ klst.
  3. Afhýðið kartöflurnar og hvítlaukinn og stappið saman við ólífuolíu, eða þá fitu sem þið kjósið að nota.
  4. Kryddið með sjávarsaltflögum og nýmöluðum svörtum pipar

Ratatouille

1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í u.þ.b. 2×2 cm bita
1 eggaldin, skorið í fernt eftir endilöngu og síðan í ½ cm bita
1 kúrbítur, skorinn í tvennt eftir endilöngu og síðan í ½ cm sneiðar
1 rauð papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
1 gul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
1 appelsínugul papríka, steinhreinsuð og skorin í 2×2 cm bita
15 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
4-5 greinar ferskt tímjan
2 msk kókosolía eða önnur hitaþolin olía
1 tsk rósmarín
1 tsk sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Setjið bökunarpappír á ofnplötu
  3. Skerið grænmetið í bita og setjið á ofnplötuna
  4. Veltið grænmetinu upp úr olíunni og kryddið með rósmarín, salti og svörtum pipar
  5. Bakið við 180°C í um 12 – 15 mín

Sósan

1 glas (400ml) tómatpassata
3 msk tómatpúrra
5 hvítlauksrif, marin
½ tsk tímjan
½ tsk rósmarín
¼ tsk cayenne pipar
1 tsk sjávarsaltflögur
1 krukka kjúklingabaunir, ef vill – má sleppa

  1. Setjið allt saman í pott, hitið og hrærið
  2. Bætið grænmetinu út í og látið malla í 2 mín
  3. Berið fram með heimagerðri kartöflumús
  4. Ef þið viljið hafa meiri sósu þá er upplagt að tvöfalda sósu uppskriftina
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Er með tilboð frá Sádí á borðinu

Er með tilboð frá Sádí á borðinu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vendingar í fréttum af ungstirninu – United tekist að sannfæra hann

Vendingar í fréttum af ungstirninu – United tekist að sannfæra hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli

Dularfullt fjöldamorð í Bangkok – Talin hafa drukkið blásýrublandað te á lúxushóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Benitez nú orðaður við starfið

Benitez nú orðaður við starfið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.