fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Ragnheiður – „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. mars 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstum 26 ár hefur Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir glímt við afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún lenti í grófri líkamsárás og hópnauðgun af hálfu 5 manna. Ári síðar var henni nauðgað af kunningja sínum á Þjóðhátíð í Eyum.


Umfjöllun fjölmiðla um bókina Handan fyrirgefningar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, hefur vakið upp hugsanir hjá Ragnheiði um fyrirgefninguna, og hvort hún sé viðeigandi í hennar máli. Orð Þórdísar Elvu í Kastljósi gærkvöldsins höfðu að sögn Ragnheiðar djúpstæð áhrif á hana.

„Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni, er ekki tilbúin að fyrirgefa seinni nauðgunina ennþá því ég hef ekki unnið eins mikið úr henni og hef ekki haft samband við þann geranda. En ég myndi ekki gera þetta þeirra vegna heldur mín vegna. Ég hef oft velt þessu fyrir mér og ég held að eftir alla vinnuna sem ég hef lagt í að ná bata til að halda áfram með lífið, að þá sé ég tilbúin að hafa samband við þá.“

Ragnheiður segir að möguleg fyrirgefning væri ekki til að losa gerendurna undan ábyrgð, heldur liði henni betur. Hún segir að allan tímann síðan nauðgunin átti sér stað hafi hún verið föst í fjötrum vantrausts og hafi það bitnað á samskiptum við hitt kynið.

„Ég vil losna úr þessum fjötrum. Mig langar að geta treyst og mér langar að líða vel og vil upplifa skilyrðislausa ást í garð einhvers sem elskar mig á móti. Það að treysta hefur reynst mér erfitt skiljanlega og ég hef forðast sambönd þess vegna.“

Í viðtali við Pressuna sumarið 2015 steig Ragnheiður í fyrsta sinn fram og sagði frá ofbeldinu, þar lýsir hún meðal annars sjálfsásökunum eftir árásina:

„Lengi vel fannst mér þetta vera mér að kenna. Af hverju lá ég bara þarna og gerði ekki neitt? Af hverju öskraði ég ekki? Af hverju barðist ég ekki um?“

Afleiðingar árásarinnar voru miklar og djúpstæðar.

„Það var engin lífsgleði og skólinn fór í rúst. Ég fór að iðka sjálfsskaðandi athafnir eins og drekka illa og skera í húðina til að deyfa mig, þar sem líkamlegur sársauki var betri en hinn andlegi. Ég byrjaði að drekka mjög stíft og oft þurftu vinir mínir að koma mér heim nær dauða en lífi.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Í kjöfar birtingar viðtalsins höfðu tveir gerendurnir í hópnauðguninni samband við Ragnheiði og annar þeirra bauðst til að hitta hana. Nú íhugar hún að bregðast við boði hans. „Kannski ég láti af því verða og segi honum hvað mér býr í brjósti og hver veit hvert það leiðir. Við verðum aldrei vinir en ég myndi standa uppi sem sigurvegari, laus við þennan þunga bagga sem hefur fylgt mér öll þessi ár.“

Ragnheiður segist skilja að kannski verði einhverjir hneykslaðir á því að hún íhugi að fyrirgefa ofbeldið sem hún varð fyrir og þeim aðilum sem að sögn eyðilögðu líf hennar. Hún íhugar líka að skrifa bréf til kunningjans sem nauðgaði henni í Eyjum, en er alls ekki viss um að hann geri sér grein fyrir því sem hann gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.