fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Hjartað stækkar með hverju barni: „17 ára gömul fékk ég fyrsta barnið mitt í fangið og 31 árs það fimmta“

Heiða Ósk
Mánudaginn 20. mars 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég gekk með fyrsta barnið mitt var ég spennt og hrædd.
Spennt yfir því sem var í vændum og hrædd við það sem ég þekkti ekki.

 

Tíminn leið og því meira sem hann leið því ástfangnari varð ég af þessu litla barni, ástfangin af einhverjum sem ég hafði ekki einusinni hitt. Sérstakt en satt.

Vissi ekki hvort kynið væri á leiðinni og fyrir ykkur sem ekki vita þá var ég 17 ára gömul að verða mamma og hélt ég vissi allt um lífið og ástina en hef komist að því með árunum að ég vissi fátt um lífið en flest um ástina.
17 ára gömul fékk ég fyrsta barnið mitt í fangið og 31 árs það fimmta.
Ég vissi flest um ástina því hún er það sem ég fann þegar ég hélt í fyrsta sinn á þeim öllum.
Það breytir engu hvaða ár líða eða hvað ég er gömul, ástin er alltaf eins.
Lífið er margbreytilegt eftir aldri og árum, annað en ástin.

 

Það er svo undarlegt að elska einhvern svona heitt og mikið, lífið snýst um þessa litlu veru og allt vill maður gera til að henni líði og farnist sem best.
Manni finnst maður hafa elskað hana alla ævi og getur ekki ímyndað sér lífið án hennar.

 

Nokkrum árum seinna átti ég von á öðru barn. Þá fann ég fyrir því sama, spennt og hrædd.
En nú var það öðruvísi.
Ég var spennt yfir því sem var í vændum en hrædd, afhverju? Ég þekkti það sem var framundan..
Ég þekkti það að ganga með, fæða og elska lítið barn.

 

Jú, nú var ég hrædd um að ég gæti ekki átt næga ást og hjarta fyrir tvö börn.
Það væri varla mögulegt og hvað þá sanngjarnt að deila þessari ást með öðru barni.
Það var rétt maður deilir henni ekki, hún vex!
Hún óx um helming og engum skortir ást.
Það er ýmisslegt sem deilist, eins og til dæmis mömmurúm, tíminn og þolinmæðin.
En ástin er eins og hún er, hún er alltaf eins og henni þarf aldrei að deila.
Hjartað vex með hverju barni alveg óumbeðið frá náttúrunnar hendi.

 

Á þessum tæpum 16 árum sem ég hef fengið að vera mamma hefur hjartað mitt stækkað og gefið frá sér ást til fimm lítilla barna.

Óttumst ekki ástina og gefum henni svigrúm til að vaxa og dafna innra með okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum

Fannst eftir að hafa verið týndur í 30 ár – Var enn í sömu fötunum
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester