fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025

Indíana hvetur fólk til að hætta að hneykslast: „Það er eitt að blaðra en annað að gera eitthvað í málunum“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 19. mars 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er hreint ótrúlegt hvað tíminn getur flogið þegar maður hangir fyrir framan skjáinn og flettir í gegnum Facebook. Áður en maður veit af hafa heilu klukkustundirnar horfið án þess að maður hafi áorkað neinu. En er þessi vinsæli samfélagsmiðill alslæmur? Í leiðara Akureyri vikublaðs skrifar Indíana Ása Hreinsdóttir ritstjóri um tímaþjófinn Facebook.

„Þeir gerast ekki verri tímaþjófarnir en Facebook,“ segir Indíana. „Sjálf á ég til að hanga á samskiptasíðunni í einhverri óskiljanlegri leiðslu, skrollandi upp og niður, njósnandi um hinn og þennan, „lækandi“ færslur og myndir eins og mér sé borgað fyrir það, sér í lagi þegar ég þyrfti sérstaklega að vera dugleg að vinna.“

Mynd: Getty.

„Aldrei horfi ég til dæmis á fleiri fyndin eða krúttleg myndbönd af kisum eða smábörnum eins og þegar ég er undir álagi í vinnunni. Þá hefur dáleiðandi máttur Facebook sérstakt hald á mér. Af hverju veit ég ekki.“

Hún segir að þrátt fyrir allt sé Facebook ekki alslæm uppfinning enda geri hún okkur kleift að fylgjast betur með og vera í sambandi við fólk sem annars væri ekki hluti af okkar lífi. „Svo dettur maður af og til niður á eitthvað uppbyggilegt sem skilur eftir sig,“ segir hún. „Dæmi um það var ræða konu sem ég sá í vikunni. Sú var að segja frá auglýsingu sem hún sá í æsku þar sem hreingerningafyrirtæki beindi orðum sínum til kvenna. Hneyksluð sagði hún föður sínum frá auglýsingunni sem hvatti hana til aðgerða. Konan, sem þá var 11 ára stúlka, skrifaði bréf til mesta áhrifafólks sem henni datt í hug.“

„Skemmst er frá því að segja að fyrirtækið breytti auglýsingu sinni. Með aðgerðum sínum lagði konan sitt af mörkum til jafnréttis kynjanna.“

„Eins auðvelt og það er að fyllast vanmáttartilfinningu yfir öllu óréttlætinu í heiminum þá sýna dæmin okkur að við höfum meiri áhrif en við höldum,“ segir Indíana.

„Það veit Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir sem segir frá því í blaðinu hvernig dvöl hennar í Tansaníu breytti lífi hennar,“ segir Indíana og vísar í viðtal í Akureyri vikublaði. „Sigríði blöskraði aðbúnaður fatlaðra barna í Moshi í Tansaníu. Í stað þess að blaðra um það á Facebook gerði hún eitthvað í málunum og hefur nú stofnað félag til að safna fjármagni til að hjálpa börnunum.“

„Það er eitt að blaðra, skammast og hneykslast yfir ástandinu á Facebook en annað að gera eitthvað í málunum. Við getum öll haft áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður á Kirkjubæjarklaustri er Grasrótarpersóna ársins

Sigurður á Kirkjubæjarklaustri er Grasrótarpersóna ársins
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.