fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

„Berfætt í ballerínuskóm, sama hvernig veðrið er“ – Sigrún Jóns ætlar ekki að láta sér leiðast í lífinu

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Jónsdóttir er hress Snappari og lífsnautnakona. Hún er einn æstasti Justin Bieber aðdáandi landsins, pistlahöfundur og húmoristi, og er nýflutt í sjúklega sætt smáhýsi við Þingvallavatn – fjarri glaum og glysi miðborgarinnar sem hún hefur lifað og hrærst í undanfarin ár.

Við fengum Sigrúnu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur!

Gjörðu svo vel Sigrún!

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Hvatvís, kát, hjarthlý, spes, opinská.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Er að eðlisfari óskipulögð og sérhlífin, það virðist ekki ætla að rjátlast af mér.

Áttu þér mottó í lífinu?

Að muna að vera til.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Tomboy, pallíettur, litir, berfætt í ballerínuskóm í öllu veðri.

Hvað er best við veturinn?

Þegar að hann er að verða búinn.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Ok, fyrir ári hefði ég sagt Justin Bieber en segi núna Daði Freyr því hann er æði!
Eða nei ok það er ennþá Justin Bieber…

Uppáhaldsbók?

Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason.

Hver er þín fyrirmynd?

Fósturpabbi minn Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur.

Ef þú ættir þrár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Ég myndi klára að tengja vatnið í húsinu mínu við Þingvallavatn og lappa aðeins upp á kotið í leiðinni og skreppa svo eftir það puð í langt frí til Tælands. Og ég mundi líka halda tryllt Dirty Dancing bíópartý í Bíó Paradís fyrir alla skemmtilegu vini mína.

Twitter eða Facebook?

Facebook, en Twitter er fínt ef maður er í því að stalka fræga fólkið og fylgjast með því fá mealtdown í beinni.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Bílsins míns, elsku sæta Matrix míns sem er ábyrgur fyrir því að koma mér úr sveit í borg daglega og er í þessum töluðu orðum á verkstæði!
Batni batn elsku Matrix (fyrir ekki voða mikinn pening…).

Hvað óttastu mest?

Að missa fólkið mitt. Þau sem ég hef ekki nú þegar misst.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Fullir vasar með strágnum Aroni Can.
Paper með Svölu vitaskuld.
Bob Dylan reglulega inn á milli eins gefur að skilja.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Veistu ég held ekki. Mín ánægja er yfirleitt samviskubitslaus þó ég sé kannski ekki að blasta henni út í heiminn ef hún til dæmis myndi særa blygðunarsemi einhvers. Maður á að kætast yfir öllu sem gleður mann ef það er ekki að særa neinn.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

struna1611 á snappinu
strunan á Instagram
Dimma16 á Twitter
Og gamla góða Sigrún Jóns á Facebook.

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Ég er nýflutt í sveitina mína við Þingvallavatn svo nú taka við kósý tímar í fuglasöng, morgunbirtu og kyrrð. Með massívum uppsöfnuðum happy hours í borginni inni á milli.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram:

Muna að hafa gaman því það er svo súrt að deyja og fatta á því augnabliki að manni leiddist í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina

Leeds og Burnley í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“

Lineker segir að United hafi selt mann sem gæti hjálpað liðinu gríðarlega í dag – ,,Nákvæmlega sá sem hentar kerfi Amorim“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað

Frans páfi er látinn og öllum leikjum hefur verið frestað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Hafa litlar áhyggjur af nýju stjörnunni fyrir norðan – Sagan sýni þó að þetta beri að varast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.