fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Arnar og Rakel – Samrýmd og með Celine Dion á heilanum!

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar og Rakel eru oft nefnd í sömu andrá, en þau eru eini dúettinn í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Lagið þeirra Again, verður flutt á sviði Laugardalshallarinnar í kvöld ásamt hinum sex sem keppa til úrslita.

Þó að þau séu sjúklega samhæfð eru þau ekki sama manneskjan en okkur tókst að fá þau til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt. Gjörið svo vel!

Atriðið ykkar í fimm orðum?

Rakel: Fallegt, áhugavert, ljós, raddir og gæsahúð.
Arnar: Falleg, dramatískt, gæsahúð, sorglegt og (mjög vel) flutt!

Hvað er best við söngvakeppnina?

Rakel: Að kynnast fólki í tónlistinni og að fá enn meiri reynslu og að bæta sig sem sviðslistamaður.
Arnar: Að fá að standa á sviði og syngja fyrir alla þjóðina ☺ Gerist ekki betra.

Hvernig ætlið þið að undirbúa ykkur fyrir úrslitakvöldið?

Rakel: Ég passa mig að vera ekki í kringum þá sem eru slappir eða veikir, svo ég smitist ekki. Við tökum nokkrar raddæfingar og svo hittumst við Arnar og löbbum í gegnum atriðið, sem sagt hreyfingar.
Arnar: Ég ætla að sofa nóg nóttina áður, fá mér heimalagaðan ávaxta-grænmetisdjús, hlusta á góð lög og syngja með… og brosa!

Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir ykkur um að hitta?

Rakel: Celine Dion!
Arnar: Það er auðvitað Celine Dion… Það er engin betri en Celine.

Eruð þið spennt að hitta Måns?

Rakel: Já ! Ég er mjög spennt að hitta hann. Ég hlakka til að fá mynd af mér með honum og setja í profile.
Arnar: Jájá

Uppáhalds Eurovison-lag allra tíma?

Rakel: Frakkland 2001- Natasha St-Pier- Je nai que mon âme.
Arnar: Love shine a light með Katrina and the Waves.

Hvernig munuð þið undirbúa ykkur á keppnisdag?

Rakel: Ég passa mig að verða ekki svöng. Ég fæ mér engiferskot og góðan boozt. Ég tek svo smá hugleiðslu (passa stressið), svo hita ég röddina vel upp fyrir atriðið.
Arnar: Sama og fyrri spurning

Hver er Eurovision-fyrirmynd ykkar?

Rakel: Það eru Jóhanna Guðrún og Celine Dion.
Arnar: Ætli það sé ekki ABBA og Celine Dion.

Hvar er hægt að fylgjast með ykkur fram að keppni?

Rakel: Það er hægt að fylgjast með okkur Arnari á snappinu okkar: Arnarrakelesc og einnig á Facebook og Instagram.
Arnar: Það sem hún sagði.

Hvað er framundan hjá ykkur ef þið vinnið?

Rakel: Það er bara undirbúningur á fullu.
Arnar: Ómælanlegt magn af gleði og þakklæti, æfingar og söngur.

En ef þið vinnið ekki?

Rakel: Halda áfram að taka upp lagið sem ég er að vinna í stídíoi ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni og Röggu Gröndal.
Arnar: Mælanlegt magn af gleði og þakklæti… og söngur!

Eitthvað að lokum?

Góða skemmtun á laugardaginn og muna að kjósa það sem ykkur líkar, og ef ykkur líkar atriðið okkar, 900-9902.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.