Helga Gabríela er þekkt fyrir að deila gómsætum og ljúffengum uppskriftum á bloggsíðu sinni helgagabriela.is. Hún deildi á dögunum uppskrift að sítrónu-límónuköku sem er að hennar sögn svo einföld að það er ekki hægt að klúðra henni.
Þessi æðislega sítrónu-límónukaka er alveg tilvalin til að útbúa og eiga í frysti fyrir matarboð, saumaklúbb eða ef gesti ber óvænt að garði. Það er ekki hægt að klúðra henni því hún er svo einföld! Uppskriftin er úr matreiðslubókinni „Gott Réttirnir okkar“ sem er í miklu uppáháldi hjá mér.
100gr möndlur
150gr döðlur (steinlausar)
50gr kókosmjöl
2 msk. kókosolía, fljótandi
Aðferð – botn:
1 avókadó
3 msk kókosolía
1 banani (vel þroskaður)
3-4 msk. fljótandi sæta, lífrænt hlynsíróp eða annað
safi úr eini sítrónu eða tveimur límónum
örlítið salt
Aðferð – fylling: