fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Svala ætlar ekki nakin út úr húsi – Hugleiðir fyrir keppnina

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. mars 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvins er að fara að keppa í úrslitum söngvakeppni Rúv á laugardaginn. Lagið hennar heitir Paper og sumir hafa sagt lagið það „júróvisjónlegasta“ af lögunum sjö sem keppa á lokakvöldinu.

Viðbúið er að Rúv tjaldi til öllu því fínasta glimmeri sem fáanlegt er á eyjunni á laugardaginn. Við á Bleikt erum sjúklega spennt!

Við fengum Svölu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur.

Atriðið þitt í fimm orðum?

Kraftur, einlægni, frumleiki, metnaður, ástríða.

Hvað er best við söngvakeppnina?

Persónulega finnst mér æðislegt hvað ég er búin að kynnast mikið af yndislegu fólki og hvað ég finn fyrir miklum stuðningi frá svo mörgum. Það er endalaus gleði og skemmtun í kringum þessa keppni. Enda snýst þetta líka um að hafa gaman.

Hvernig ætlar þú að undirbúa þig fyrir úrslitakvöldið?

Ég tek mér góðan tíma til að hugleiða og fer yfir hvað ég á að gera til að skila mínu besta á sviðinu. Það er mikilvægt að undirbúa sig vel andlega, en síðan fer ég að sjálfsögðu yfir ákveðnar raddæfingar. Ég sæki mikið í báðar ömmur mínar, og mun ég gera það sérstaklega á laugardaginn því þær veita mér mikinn innblástur og kraft.

Hvaða Eurovision-goðsögn dreymir þig um að hitta?

Ég myndi segja Loreen, fyrir mér er hún miklu meira en söngkona, hún er listamaður.

Ertu spennt að hitta Måns?

Það verður gaman að sjá atriðið hans, flottur flytjandi.

Uppáhalds Eurovison-lag allra tíma?

Euphoria án efa.

Hvernig muntu undirbúa þig á keppnisdag?

Ég mun vakna mjög snemma og byrja á því að fá mér kaffi. Síðan mun ég taka smá hugleiðslu og klukkutíma upphitunarraddæfingar, klæða mig í fötin, svo ég labbi ekki nakinn út úr húsi (lol). Þetta er allavegana góð leið til að hefja daginn.

Hver er þín Eurovision-fyrirmynd?

Selma Björns og Jóhanna Guðrún eru fyrir mér miklar fyrirmyndir. Þær stóðu sig svo sjúklega vel og höndluðu alla pressuna, stressið og væntingarnar þarna úti, enda báðar höfnuðu þær öðru sæti sem er besti árangurinn sem íslendingar hafa náð.

Hvar er hægt að fylgjast með þér fram að keppni?

Snappið mitt er „Svalakali”, instragrammið er „Svalakali” og svo er það auðvitað Facebook-síðan!

Hvað er framundan hjá þér ef þú vinnur?

Ég lifi nú bara í augnablikinu og er ekki farin að hugsa svona langt. Tek einn dag í einu, en það myndi væntanlega fara af stað mikil plön og plott varðandi það. En ég færi heim til L.A í millitíðinni til að sinna verkefnum þar sem ég hef sett á pásu út af söngvakeppninni.

En ef þú vinnur ekki?

Þá er ég bara fara fullt af stað með hljómsveitina mína Blissfull, þar sem við erum að fara að gefa nýtt lag og nýtt myndband bráðlega. Það er margt spennandi að fara að gerast hjá okkur hvað það varðar.

Eitthvað að lokum?

Vona sem flestir kjósi lagið mitt til þess að keppa fyrir Íslands hönd og alla Íslendinga, það yrði gríðarlegur heiður fyrir mig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.