Måns Zelmerlöw, sem sigraði í Eurovision árið 2015 með lagið „Heroes“, er mættur til landsins en hann tekur lagið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár.
Rúv greinir frá því að SNARPT viðtal hafi náðst við hann þegar hann gekk inn í útvarpshúsið við Efstaleiti. Måns segir þar að hann viti nú ýmislegt um Ísland þar sem hann hafi verið í SAMBANDI VIÐ ÍSLENSKA KONU um skeið.
https://www.facebook.com/RUVohf/videos/1325037004248163/
Hann talar fallega um fjöllin og sólina sem hann sá þegar hann vaknaði í morgun. Svo talar hann vel um framlög Íslands í Eurovision keppnina og nefnir sérstaklega Grétu Salóme og Jóhönnu Guðrúnu sem hann segist halda mikið upp á!
Måns mun troða upp á íslensku lokakeppninni sem verður haldin í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld.
Vonandi verður Íslandsdvöl hins vinsæla söngvara skemmtileg – kannski að hann skelli sér í sund!