Cayson Irlbeck frá Iowa í Bandaríkjunum fæddist litblindur. Í myndbandinu hér fyrir neðan er hann að sjá liti í fyrsta skipti. „Þessi dagur breytti lífi mínu,“ sagði Cayson við KCCI.
Gleraugun sem hann setur á sig kallast „EnChroma“ gleraugu og eru með sérstaka síu (e. filter) sem útilokar sérstakar bylgjulengdir ljóss og leyfa litblindu fólki að sjá liti betur. Crayson grætur, pabbi hans grætur, mamma hans grætur og þú átt örugglega eftir að gráta smá líka.
Þetta var svo litríkt. Þetta var skrýtið því ég hafði aldrei séð þessa liti áður, en ég eiginlega vissi hverjir þeir væru. Ég veit ekki. Þetta var bara geggjað,
sagði Cayson. Samkvæmt KCCI kosta gleraugun rúmlega 32 þúsund krónur og eru helmingslíkur að þau virki.