Þessi kona segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru. Hún er líka mislynd – en á sama tíma sjúklega skemmtileg, eins og allir vita sem hafa lært magadans hjá henni í Kramhúsinu. Þórdís Nadia Semichat vinnur annars á daginn sem textasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni og sum kvöld dansar hún og glensar með snillingunum í Reykjavík Kabarett. Einu sinni gaf hún líka út grjóthart rapplag!
Við fengum þessa fjölhæfu listagyðju til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt.
Fyndin, hreinskilin, pirruð, skilningsrík, kaldhæðin.
Ég er eiginlega háð sterkum mat og finnst lítið fútt í því að borða bragðlítinn mat. Hins vegar fer sterkur matur illa í magann á mér og þess vegna þarf ég að hafa mig alla við að bæta ekki chili út í matinn sem ég er að borða. Ég geri það hins vegar allt of oft sem endar með sársaukafullum klósettferðum.
Lífið er of hverfult fyrir lífsmottó og ég er líka of kaldhæðin.
Ef um er að ræða fatastíl þá fer það algjörlega eftir hvaða skapi ég er í en ég er mjög mislynd. Ég er oftast mjög þreytt og dagsdaglega nenni ég ekki að eyða orku í útlitið mitt. Mér finnst ég vera náttúrulega falleg og hef ekki þörf fyrir að stríla mig upp nema fyrir sérstök tilefni. Stundum er ég með mjög fágaðan stíl, stundum hippalegan, stundum mjög töff en flesta daga geng ég í stórum peysum og þægilegum buxum.
Það besta við veturinn er að komast í gufuna í Kramhúsinu á ísköldum dögum.
Þetta er mjög erfið spurning. Ég væri alveg til í að eyða heilum degi með Stephen Fry að drekka kaffi og spjalla um lífið. Ég væri líka til í að spyrja hann afhverju hann hefur ekki fleiri konur í QI og rökræða við hann um hvers vegna það er „rangt“ að móðgast fyrir hönd annarra.
Sú skoðun skiptist eftir tímabilum og aldri. Ef ég á að nefna eina þá er það bókin The psychopath test eftir Jon Ronson.
Ég á ótrúlega margar fyrirmyndir. Stundum sé ég kosti hjá fólki og reyni að temja mér þá. Margrét Erla Maack hefur sýnt mér það að maður á aldrei að afsaka sjálfan sig og bara gera hluti ef mann langar að gera þá. Bylgja vinkona mín hefur kennt mér að vera skítsama um álit annarra og halda ótrauð áfram sama hvað fólk er að segja. Þegar ég er algjörlega týnd skoða ég viðtöl við Mayu Angelou og hún virðist alltaf geta gefið mér svör við þeim spurningum sem ég á sjálf erfitt með að svara.
Ég myndi nota þennan pening til þess að ferðast um heiminn og fara á matreiðslunámskeið í ýmsum löndum. Eða ég myndi kaupa mér hús í Túnis.
Ég er nýhætt á Twitter. Mér fannst ég vera orðin svo steikt í hausnum við að vera á þessum samfélagsmiðli. Skoðanirnar þarna eru eitthvað svo einnota vegna þess að það er svo mikill hraði á miðlinum. Eins og ég sagði áður þá er ég mjög mislynd og átti það til að tvíta einhverju í vondu skapi sem ég sá svo eftir, þannig mér fannst skynsamlegast að hætta. Facebook er fínt ef maður eyðir ekki of miklum tíma á því. En ef einhver er að velta því fyrir sér þá þykir Twitter þúsund sinnum meira kúl en Facebook hjá unga fólkinu í dag.
Ég gæti ekki verið án Nivea-kremsins í bláu dollunum.
Ég veit ekki hvort að ég komi því fyrir hérna. Ég er hrædd um að ég sé að eyða lífinu mínu á röngum stað, ég er hrædd um að ég muni aldrei gera neitt sem mig hefur alltaf langað til að gera, ég er hrædd um að ég viti ekki hver ég er, ég er hrædd við höfnun, ég er hrædd um að ég geti ekki eignast börn, ég er hrædd við að verða sátt og staðna, ég er hrædd um að ég verði aldrei sátt, hrædd um að ég verði aldrei góð í neinu og líf mitt verði endalaust skítamix. Gæti haldið endalaust áfram.
Ég var að uppgötva hljómsveit sem heitir Soft Hair. Mæli með að fólk horfi á myndbandið við lagið þeirra „The lying has to stop“.
Ég er oftast frekar hreinskilin þannig ég er ekkert að fela það sem ég fíla. Hef lengi verið aðdáandi Dr. Phil t.d.
Það sést aðeins of vel inn um stofugluggann minn. Fólk getur fylgst með mér þar.
Ég verð að sýna með Reykjavík Kabarett 26.–28. apríl á Græna herberginu. Ég verð með magadansnámskeið í Kramhúsinu yfir vorið fyrir þá sem vilja losa um mjaðmirnar og styrkja bakið.
Já, ég skil bara eftir málsgrein sem ég las nýlega í grein eftir Kristi Coulter:
„But who said anything about fairness? This isn’t about what’s fair. It’s about what we can afford. And we can’t afford this. We can’t afford to pretend it’s fine that everything we do or think or wear or say yes or no to is somehow wrong. We can’t afford to act like it’s okay that “Girls can do anything!” got translated somewhere along the line into “Women must do everything.” We can’t afford to live lives we have to fool our own central nervous systems into tolerating.
We can’t afford to be 24-hour women.
I couldn’t afford to be a 24-hour woman. But it didn’t stop me from trying till it shattered me.“