Þegar Ricardo Bofill rakst á niðurnídda sementverksmiðju árið 1973 opnaðist heill heimur af endalausum möguleikum. La fábrica varð til og nú, næstum 45 árum síðar, er það orðið að stórfenglegu og einstöku heimili. Verksmiðjan, sem er rétt fyrir utan Barcelona, var notuð í fyrri heimstyrjöldinni og var búin að vera lokuð í dágóðan tíma. Augljóslega var þörf á miklum viðgerðum og enn í dag er áfram unnið í húsinu.
Skorsteinarnir sem áður voru fullir af reyk eru nú yfirfullir af grænum gróðri. Hvert herbergi er hannað til að þjóna ákveðnum tilgangi og engin tvö herbergi eru eins. Það eru mörg slökunarsvæði um alla eignina, bæði inni og úti. Myndir segja meira en þúsund orð, skoðaðu þær hér fyrir neðan.