fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Gabríela Líf – „Hægt og rólega að komast í eðlileg samskipti við mat“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði, “fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits“.
Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér


Þetta er eitthvað sem við heyrum alltof oft í tengslum við mataræði:

„fáðu þér ljúffengan kjúklingaborgara án samviskubits“

Flestir Íslendingar, ég þar með talin, eiga í óeðlilegu sambandi við mat. Hver hefur ekki upplifað það að sleppa sér alveg, fá sér Dominos pizzu, bland í poka og kannski snakk líka allt á einu kvöldi og vera svo með nagandi samviskubit eftir á. Hugsa jafnvel að það taki því nú ekkert að hreyfa sig þennan daginn eða borða hollt einhvern part úr deginum eða daginn eftir því við erum búin að eyðileggja það með þessu ofáti okkar. Eða að leyfa sér á föstudegi, hafa svokallaðan nammidag, en missa sig svo líka á laugardag og sunnudag því maður er hvort eð er byrjaður og ætlar sko að hlaupa extra mikið á mánudaginn þegar holla mataræðið byrjar aftur.
Auglýsingar í dag sem tengjast hollari skyndibita hljóma flest allar svona, án samviskubits. Eins og að ef við fáum okkur eitthvað annað en þennan hollari skyndibita þá eigum við sko að fá samviskubit. En af hverju eigum við að fá samviskubit yfir einhverju sem við borðum? Afhverju er verið að ala upp þetta hugarfar að matur geti orsakað samviskubit og vanlíðan?

Hvers vegna má ekki bara njóta þess sem maður er að borða á þeirri stundu án þess að vera búinn að skipuleggja næstu máltíð sem á sko alls ekki að vera jafn óholl og þessi var. Með því að kenna börnunum okkar og okkur sjálfum að ef að við borðum ekki hollan mat þá eigum við að vera með samviskubit kennir okkur að eiga í óeðlilegum samskiptum við mat.

Mér finnst að við ættum frekar að kenna fólki að fá sér hvað sem það vill, en bara í hófi. Sleppa þessu samviskubiti alfarið og hætta þar með að láta fólki líða eins og það sé að gera eitthvað rangt ef það fær sér pizzu á föstudagskvöldi.

Mín persónulega reynsla er sú að ef að ég leyfi mér að borða það sem ég vil, en bara í hófi (ekki pizzu alla daga vikunnar þó svo að slíkt hafi alveg gerst), þá er ég mun líklegri til þess að halda hollu mataræði áfram. Ef ég fæ mér óhollan mat og fæ svo nagandi samviskubit eftir á og segi við manninn minn: „við ætlum sko að taka okkur á á mánudaginn, ég ætla á tvöfalda æfingu og brenna allri pizzunni“, þá endist ég ekki í þessari lífsstílsbreytingu sem ég er í.

Með því að breyta hugarfarinu mínu er ég hægt og rólega að komast í eðlileg samskipti við mat.

 

Þangað til næst,
Gabriela Líf <3

Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er Instagramið mitt HÉR
Snapchat: gabrielalif90


Greinin birtist á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.