fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Ég bað ekki um að fá að sjá þetta myndband – Fávitinn á næsta borði

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. mars 2017 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hahhaha djöfull er hún að láta taka sig,“ segir myndarlegi drengurinn sem heldur á snjallsímanum og sýnir mér myndbandið. „Djöfull maður, hún stynur eins og ég veit ekki hvað. Hah – og allir geta horft. Hahahhaha.“ Hann gefur frá sér frekar unglingaleg strákahljóð – glaðhlakkalegur.

Ég kíki á símann hans og sé þar konu og karl í samförum inni á opnum klósettbás. Einhver hefur dregið upp snjallsímann sinn og tekið upp samfarir drukkins fólks inni á skemmtistað. Ekki nóg með það – heldur hefur sá sem gerði upptökuna ákveðið að góð hugmynd væri að senda hana áfram á aðra snjallsíma. Þannig hafði myndbandið ferðast inn í síma drengsins og komið fyrir augu mín á endanum.
Ég hristi hausinn, ranghvolfi augum og spyr hvaða fávitar séu að deila svona löguðu. Held svo áfram að vinna í tölvunni minni þar sem ég sit á kaffihúsinu á næsta borði við þennan kunningja minn. Til að setja málið í samhengi er vert að geta þess að hann er afskaplega hægri sinnaður, tjáir sig reglulega um aðdáun sína á Trump, og andúð sína á femínistum. Hann telst líka fullorðinn.
Hann gengur aftur að sætinu sínu í dýru íþróttatískuskónum, fær sér sopa af prótíndrykknum setur á sig Beats by Dre heyrnartólin og virðist halda áfram að vinna í sinni tölvu.


Eftir nokkrar mínútur kemur nafn dreifanda myndbandsins út úr munninum – fram hjá beinu tönnunum og út í opna rýmið á kaffihúsinu. Eyrun mín taka ekki við því – ég held áfram að vinna.
Þegar hann stendur upp, snýr sér að mér og tilkynnir hróðugur fullt nafn stelpunnar sem er að „láta taka sig“ á salerni skemmtistaðarins er mér nóg boðið.
„Hvers vegna í ósköpunum ertu að grafa upp og tilkynna mér þetta nafn?“ spyr ég. „Heldurðu að hún hafi samþykkt þessa dreifingu myndbandsins – já eða upptökuna á þessu?“
„Huh,“ segir hann og tyggur sitt tyggjó og glottir, „maður þarf nú kannski aðeins að passa hvar maður ríður.“


Ókeiiiii – erum við stödd hérna aftur? Í alvöru? Ekki nema viku eftir að ég skrifaði þennan pistil til mannsins sem sagði að það væri einhvers konar náttúrulögmál fyrir karlmenn að birta kynlífsefni í óþökk fyrrverandi ástkvenna sinna er samböndum lyki. Í alvöru?
Þetta kallast hrelliklám eða stafrænt kynferðisofbeldi. Dreifing þess varðar við lög.
Athugaðu það áður en vinir þínir senda þér næsta svona myndband. Þú berð ábyrgð. Ekki vera fáviti!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.