Hefur jóga eða jafnvel hreyfing almennt ekki heillað þig? Finnst þér leiðinlegt að klæða þig í ræktargallann og fara á hlaupabrettið eða lyfta lóðum? Finnst þér jóga virka frekar leiðinlegt og viltu frekar sitja heima eða einhvers staðar með vinum þínum og jafnvel sötra á bjór? Finnst þér bjór góður?
Ef svarið er já við þessum spurningum þá erum við með „íþróttina“ fyrir þig! Bjórjóga! BierYoga í Þýskalandi ruddi brautina og bauð upp á fyrsta bjórjóga-tímann og síðan hefur iðjan breiðst út um heiminn.
Hefðbundinn bjórjóga tími er um klukkustund og drekka iðkendur um 1-2 bjóra á meðan. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan og sjáðu hvort þetta sé kannski eitthvað fyrir þig!