Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir gætu vel verið fyndnustu manneskjur landsins. Þær hafa sem betur fer gert sér grein fyrir því og starfa því við uppistand, okkur almúganum til sannrar ánægju.
Í kvöld ætla þær að stíga á stokk á Rósenberg og fara með gamanmál. Dagskrána kalla þær Fiskur og franskar.
Við fengum Bylgju og Snjólaugu til að segja okkur frá því sem þær halda mest upp á. Svo mælum við eindregið með nýja matseðlinum á Rósenberg… já og það er búið að færa sviðið, og búa til æðislegan grænan jurtavegg, og mála og snúa gömlu sumarbústaðapanelstemmningunni á hvolf! Húrra fyrir Óla og hans ný-norræna-komfortfúdgengi í eldhúsinu!
Bylgja: Kjúklingur, franskar og kokteill og bara eiginlega allt sem hefur ekki lent í fæðu-gjaldþrotinu sem er chili og engifer.
Snjólaug: Bernaise sósa.
Bylgja: Metropolis, Dogville, og þarna myndin með Denzel Washington þar sem er einhver svona „demon“ sem er alltaf að syngja „Time is on my siiiiiiideee”.
Snjólaug: Ég horfði á Lobster um daginn og hún er fyndin og frumleg. Mæli með.
Bylgja: Að segja „Það er eitthvað skrýtin lykt hérna” og láta fólk þefa þegar ég er nýbúin að prumpa.
Snjólaug: Parks & Rec.
Bylgja: Hvað er uppáhalds grænmeti þjóðverja? – Michael Schumacher
Snjólaug: Fíll og mús fóru saman sund. í klefanum segir fíllinn: Nei fjandinn ég gleymdi sundskýlunni minni. Þá segir músin: Allt í lagi, ég er með tvær.
Bylgja: Allt með Justin Bieber.
Snjólaug: Ég vildi að ég gæti sagt nafn á hljómsveit sem engin hefur heyrt talað um en „The Shape of You” með Ed Sheeran er uppáhaldslagið mitt um þessar mundir og ég skammast mín ekkert fyrir það.
Bylgja: Akkúrat núna er það Tinna Alavis því mig langar án gríns að fá hana til að framleiða þrítugsafmælið mitt í næsta mánuði og það er kannski líklegra að hún geri það pro-bono ef hún er uppáhalds manneskjan mín.
Snjólaug: Idris Elba. Það eina sem stendur í vegi fyrir ást okkar er landafræði.
Bylgja: Svartir boxerar sem ég kaupi 3 í pakka í Hagkaup (þetta er ekki sponsað svar samt).
Snjólaug: Hreinar nærbuxur.
Bylgja: Ég hef ekki komið í nógu margar borgir til að svara þessu, en Berlín er minnst uppáhalds, bara svo það sé á hreinu.
Snjólaug: París.
Bylgja: Synir duftsins eftir Arnald. Hef lesið hana nokkrum sinnum og er alltaf bara „wow Íslendingi tókst að skrifa scifi. Það er næsari.”
Snjólaug: The Picture of Dorian Gray
Bylgja: Að borða kjúkling í baði og horfa á þátt á sama tíma.
Snjólaug: Liggja upp í rúmi með tölvuna á maganum.
Bylgja: Sprengidagur. Ég æli stundum en það er svo mikið þess virði.
Snjólaug: Sumardagurinn fyrsti er skemmtilega sorglegur frídagur á Íslandi.
Bylgja: Lamadýr. Því þau eru eins og loðnar gíraffakindur og hrækja oft á fólk. Sem ég öfunda þau af, því það er ekki samfélagslega samþykkt að ég geri það.
Snjólaug: Bylgja Babýlons.