Upp á síðkastið hefur internetið verið gagntekið af svo kölluðum fílapensla „peel-off“ andlitsmaska sem er frekar einfaldur í notkun en það getur verið mjög sársaukafullt að taka hann af. Maskarnir eru auglýstir víða og þá sérstaklega á Instagram og Facebook. Maskarnir eru venjulega gerðir úr viðarkolum (e. charcoal) og eiga að taka alla drullu úr svitaholunum þínum, og geta jafnvel tekið efsta lagið af húðinni þinni í leiðinni.
Margir vídeóbloggarar hafa deilt myndböndum á YouTube þar sem þeir prófa að setja á sig maskann og taka hann af, með allri angistinni og sársaukanum sem virðist fylgja. En YouTube-arinn Nicole Skyes ákvað að taka hlutina á allt annað stig og setja maskann á allan líkamann og rífa hann af. Á meðan tók hún athæfið upp á myndband og setti síðan á YouTube, mörgum til mikillar skemmtunar.