fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Íslenskar mömmur opna sig – 1. hluti: „Mamma er konan DAUÐ?“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn geta verið dásamlega hreinskilin… stundum kannski aðeins of! Við báðum mömmurnar í facebook-hópnum Auðveldar mömmur, að deila með okkur atvikum þegar börnin hafa komið þeim í vandræði.

Svörin létu ekki á sér standa, og eiginlega finnst okkur spurning um að gefa út bók! Við látum það þó liggja milli hluta að sinni og leyfum lesendum í staðinn að njóta nokkurra dásamlegra frásagna um blessuð börnin.

Gjörið svo vel!

Augnablikið síðustu helgi þegar ég var að skipta á syni mínum eftir lúxusbrunch og sagði við kærasta minn „ok ég veit ekki hvort ég er með kúk á höndunum eða nutella“

Ég held að vandræðalegasta mömmumómentið mitt hafi verið þegar ég bjó hjá tengdó og strákurinn var rúmlega eins árs.Tengdó var svo góð að taka strákinn fram einn laugardagsmorguninn og við foreldrarnir kúrðum lengur eftir vinnunótt. Það var opið inn til okkar og strákurinn að koma mikið inn og fara fram. Allt í einu kemur tengdó inn með bleika eggið mitt (já þannig egg…) þá hafði strákurinn fundið það í skúffu hjá okkur og farið með það fram að sýna ömmu bleika fína dótið!

Þegar barnið fann fjólubláa eggið mitt ofan i náttborðsskúffunni, kveikti á því með tilheyrandi víbringi. Ég náði að redda mér með því að segja að mamma væri með svo rosalega vöðvabólgu því hún þarf að skrifa svo mikið í skólanum og þetta væri því nuddtækið hennar. Barnið var sátt við þessa útskýringu og hafði miklar áhyggjur af vöðvabólgu mömmu sinnar og mælti margoft með því að ég skellti nuddtækinu á mig þegar ég fékk verk í bakið…

Ég lenti í því 19 ára að litli frændi minn 2 ára kom hlaupandi fram í MATARBOÐ heima hjá foreldrum mínum, þar sem ég bjó, með minn svaka flotta „glow in the dark“-titrara. Ég hélt þetta gæti ekki orðið vandræðalegra en nei, krakkinn argaði í klukkutíma og heimtaði dótið aftur, gestirnir skemmtu sér þó vel!

Ég þurfti að hætta að taka son minn með mér í búðir þegar hann var 2 ára. Hann tók upp á því á tímabili að ef hann fékk ekki það sem hann vildi fór hann að væla og öskraði „hættu að meiða mig“.
Hann byrjaði á þessu í miðri Bónus-ferð vegna þess að ég vildi ekki kaupa nammi!

Þegar dóttir mín sagði við afgreiðslumanninní Bónus… „mamma er loksins að kaupa mat. Hún gefur okkur aldrei að borða!“ Hann horfði á mig hneykslunarsvip og ég brosti vandræðalega til hans og sagði barnið mitt vera ljúga. Var heppin að fá ekki Barnaverndarnefnd heim til mín.

Þegar eldri dóttir mín var 4 ára þá bjuggum við í Keflavík, og eins og gengur og gerist þá þurftum við að fara í Bónus að versla. Við vorum komnar á kassann þegar stelpan þurfti að pissa og ég benti henni á hvar klósettið væri. Hún skottast þangað á meðan ég tíndi vörurnar upp. Stuttu seinna heyrist í kallkerfinu „Viðskiptavinir takið eftir… Halldóra, Halldóra, dóttir þín er búin á klósettinu“. Þá hafði stelpan kallað og kallað að hún væri búin en ég heyrði ekki í henni fyrir hávaðanum í kössunum. Kona sem var að koma inn heyrði í henni og lét kalla mig upp.

Eitt sinn vorum við í búð og dóttir mín sem var 2ja eða 3ja ára segir mjög hátt: „Má ég fá sígó?“ Ég veit ekki alveg hvert eg ætlaði þá!

Þegar ég var i búð með strakinn og hann prumpaði svo það heyrðist og hann byrjaði að hlæja og sagði upphátt: „Mamma prumpar mikið“.

Þegar ég fór með 5 ára soninn að kaupa hurð í Byko og krakkinn segir við afgreiðslufólkið: „Okkur vantar nýja hurð því mamma braut hina og skemmdi húninn með hamri!“ (Hún festist og það var ekkert annað í stöðunni!) Þetta hljómaði ekki vel!

Lífs eða liðinn?

Þegar gamall læknir labbaði framhjá drengnum, sem var þá rúmlega 5 ára, og krakkinn kallaði hátt: „Vá sjáðu hvað þessi maður er gamall, hann er örugglega bráðum að fara deyja!“

Ég var að vinna a hjúkrunarheimili, og þurfti að skjotast aðeins þangað og tók 4 ára guttann minn með. Klukkan var um 3 og kaffi að skella á, og fullt af ættingjum í heimsókn… og ein yndisleg eldri kona (vistmaður) sat í hægindastól og var að fá blóðgjöf, steinsofandi, og ættingjar sátu hjá gömlu, nema hvað að stráksi hleypur beint að henni, og kallar hátt og snjallt, „mamma er konan DAUÐ?“ Ég hélt í alvöru að það myndi líða yfir mig.

Mín tilkynnti öllum í sturtu klefanum í sundi að ég hefði stolið rakvélinni af pabba hennar og rakað á mér píkuna!

Ég og dóttir mín vorum að fara upp úr sundi og vorum i sturtu þegar hún horfir á konuna í sturtunni við hliðina og spyr mig afhverju hún sé svona loðin.

Einu sinni sátum við í heita pottinum þegar dóttir mín sneri sér að mér og spurði mig af hverju maðurinn á móti okkur væri svona ljótur.

Þegar ég var með 3 ára strákinn minn í kvennaklefanum og hann sér mæðgur sem eru alveg eins að neðan (stelpan 3 ára) og hann bendir og segir hátt og skýrt: „Sjáðu þær eru alveg eins, líka píkan þeirra“. Mig langaði að hverfa.

Þegar sonur minn sagði i kvennaklefanum: „Mamma hún er með svo stóran maga að hún er með enga píku!“ Eg hélt eg myndi deyja! Og þegar hann minn arkaði inn í leikskólann og sagði: „Oh my fucking gad!“ Já ég hefði víst verið eitthvað pirruð við einhvern ökumann á leiðinni.

Í gær kom maður að laga ofninn inni á baðherbergi hjá mér, maðurinn var mjög lágvaxinn. Strákurinn kallar á mig, „mamma sjáðu þetta er svona mjög mjög lítill maður.“ Ég vissi ekki hvert ég ætlaði og sagði bara „nei þú ert lítill strákur.“ Þá sagði sonur minn: „Nei ég heiti Matthías og hann er mjög lítill maður.“ þetta var eitt það vandræðalegasta sem ég hef lent í enn vá hvað ég hló samt!

„Svona litla krútt – pabbi skal ekki gleyma þér“

Mómentið þegar ég, nýbakaða tveggja barna móðirin gleymdi öðru barninu úti í bíl og gekk inn í hús þar sem makinn stóð og spurði mig hvar yngri dóttir okkar væri eiginlega…

Þegar sonurinn, sem var þá í þeirri hæð að ná akkúrat uppi klof á fólki, var svo ánægður að sjá pizzusendilinn koma með pizzu upp að dyrum að hann hleypur upp að sendlinum, tekur utan um fæturnar á honum þar sem hann stóð með pizzu í annarri og poka í hinni og knúsar hann. Þarna stóð sendillinn með fullar hendur og ókunnugt barn í klofinu og gat ekkert gert. Ég var nú samt fljót að slíta barnið frá sendlinum! En það sem ég hló að þessu svona eftir á…

 

þegar að ég áttaði mig a því að ég hafði gleymt 3 mánaða dóttur minni sofandi úti i vagni bakvið hús og fór út. Áttaði mig ekki fyrr en pabbi minn hringdi og spurði hvar ég væri þvi hann hefði komið heim og enginn heima.

Þegar eg fékk pípara til að koma heim og kíkja á vaskinn út af vondri lykt. Börnin mín þekktu manninn ekkert og höfðu aldrei séð hann áður en buðu honum samt að gista. Já ég er einstæð, en eru börnin farin að taka málin í sínar hendur?

Leikskólabörn – krúttleg, en klikkuð á köflum!

 

Þegar leikskólakennari dóttur minnar gekk upp að mér og spurði hvort ég ætti 3 kærasta. Dóttir min hafi verið að ræða þetta í leikskólanum! Ég leit á dóttur mina og spurði hvort að eg ætti 3 kærasta. Hún brosti og sagði já! Þegar ég spurði hverjir þeir væru nefndi hún nöfn þriggja vina minna. Til að leiðrétta allan misskilning útskýrði ég það nú fyrir kennaranum. Hélt að ég myndi deyja!

Þegar sonur minn felur skó fyrir öðrum foreldrum sem voru að sækja börnin sín á leikskólann. Hann hló og þverneitaði að segja hvert hann setti þá. Ég þurfti að múta barninu með ís til að finna skóna því fólk hafði ekki húmor fyrir því að leita að skónum sínum í 15-20 mínútur og leikskólinn komin fram yfir lokunartíma!

Sonur minn, sem var sex ára þá, var nýbúinn að fá síma og var á leiðinni í rútu til pabba síns þegar ég fékk símhringingu frá lögreglunni! „Ert þú mamma hans Sæmundar?“  Ég játaði því. „Veistu hvar hann er?“ var næsta spurning. Auðvitað hélt ég allt það versta! Að rútan hefði farið út af eða barninu hefði verið rænt. Nei! Þá hafði syninum leiðst og prófað að senda sms á 112. Og hvað skrifaði hann í skilaboðunum?!: „Hjálp!“

Þegar elsta barnið mitt byrjaði í 1. bekk var ég búin að vera að stimpla 112 númerið í hana ef eitthvað kæmi nú upp á. Svo einn daginn er ég sofandi og pabbi barnanna með þau frammi og með heimsókn þegar hann heyrir sírenuhljoð og sér að það koma tveir sjúkrabílar og þrír löggubillar á planið hjá okkur og út úr þeim menn sem æddu beint upp til okkar og spurðu um mig.  Hann segir þeim að ég sé bara sofandi inni í herbergi en þeir vilja komast þangað inn. Barnsfaðir minn spyr hvort hann megi ekki láta mig vita þar sem ég sofi nakin, en neinei þeir tóku þvi eins og hann væri að reyna meina þeim um aðgang og æddu inn á mig. 4 sjúkraflutningamenn og tvær löggur, ég skildi ekki neitt og var varla búin að opna augun þegar þeir spyrja mig hvort það sé í lagi með mig og hvort ég væri viss um það. Ég játaði því og spurði hvað væri í gangi. Þá höfðu stelpunar mínar verið að leika sér með gamlan síma sem ég vissi ekki einu sinni að hægt væri að hringja úr. Þær höfðu hringt í neyðarlínuna og sagt að ég væri sofandi og gæti ekki vaknað. Sjokkið sem ég fékk þegar ég opnaði augun og þau yfir mer!

Klárlega augnablikið í sunnudagaskólanum þegar 4 ára dóttir min tilkynnti prestinum að pabbi hennar væri alltaf á typpinu og þess vegna kæmi hann ekki i dag… Við fórum ekki aftur í sunnudagaskólan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Efnilegir KR-ingar frábærir í Portúgal og unnu mótið – Sjáðu svipmyndir úr úrslitaleiknum og fagnaðarlætin

Efnilegir KR-ingar frábærir í Portúgal og unnu mótið – Sjáðu svipmyndir úr úrslitaleiknum og fagnaðarlætin
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið

Rómantísk stund þegar Jakob bað Gerðar – Sjáðu myndbandið
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Adam lánaður til Ítalíu – Framlengdi á Hlíðarenda

Adam lánaður til Ítalíu – Framlengdi á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United skellir verðmiða á McTominay

Manchester United skellir verðmiða á McTominay
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gefa Arnari falleinkunn og setja spurningamerki við nokkrar ákvarðanir – „Við þurfum að tala hreint út í þessum þætti“

Gefa Arnari falleinkunn og setja spurningamerki við nokkrar ákvarðanir – „Við þurfum að tala hreint út í þessum þætti“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þórarinn Ingi skoðar stöðu sína og íhugar að fara annað

Þórarinn Ingi skoðar stöðu sína og íhugar að fara annað