fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Karitas Harpa á leið til Berlínar að vinna tónlist með Daða Frey

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karitas Harpa Davíðsdóttir sem sigraði aðra þáttaröð The Voice Ísland sem sýnd var í vetur hefur haft meira en nóg að gera síðustu vikur og mánuði. Í samstarfi við Sölku Sól, þjálfara og dómara í þáttunum, unnu þær endurgerð af sigurlagi Karitas, laginu „My Love“ með áströlsku söngkonunni Sia. Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur samdi íslenskan texta fyrir lagið sem heitir Sæla á íslensku. Lagið fór nýlega í spilun á útvarpsstöðvum og hefur fengið góðar viðtökur.

„Já, það hefur verið mjög mikið að gera eftir Voice-ið. Ég reyndar tók mér meðvitaða pásu til að átta mig á hlutunum og ná mér niður á jörðina í febrúar. Við tókum lagið upp og unnum það í febrúar og strax í mars fór allt á fullt aftur við að koma fram og þess háttar,“

sagði Karitas um vinnuna síðustu mánuði.

„Lagið er síðan komið í spilun og myndbandið inn á YouTube, ég er bara mjög ánægð með viðtökunnar sem það hefur verið að fá. Þetta er allt í senn, vinna og gaman en samt allt eitthvað svo óraunverulegt!“

Semja tónlist í Berlín með Daða Frey

Í byrjun maí eru Karitas Harpa og Salka Sól á leið til Berlínar. Þar ætla þær að vinna tónlist með Daða Frey Péturssyni, sem hefur notið mikilla vinsælda eftir Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.

„Við Daði Freyr höfum verið vinir síðan í Fjölbraut í gamla daga. Það verður því kærkomið að hitta hann og fá að grúska aðeins í músík með honum úti. Planið er að reyna að smyrja í einn góðan hittara. Vonandi gengur það,“

segir Karitas og hlær.

Er sinn eigin umboðsmaður

Karitas Harpa er ekki aðeins söngkona heldur sinn eigin umboðsmaður. Hún segir að það sé hollt og gott að taka ábyrgð á þessu sjálfur, allavega fyrst um sinn.

„Ég er líka svo ofboðslega heppin með það að við Salka erum orðnar mjög góðar vinkonur þannig hún er mér alltaf innan handar með stærri ákvarðanir og það er auðvitað ómetanlegt,“

segir Karitas.

Lætur sjúkdóminn ekki skilgreina sig

Foreldrar Karitasar stunduðu nám í Bandaríkjunum svo hún bjó þar fyrstu fjögur árin sín og lærði tungumálin samtímis. Meðan móðir hennar lauk námi þurfti  faðir hennar að segja sig úr sínu vegna mikilla andlegra veikinda og fóru þau heim til Íslands aftur fyrr en áætlað var.

„Ég er sjálf þunglynd og kvíðin, verið frá barnsaldri. Ég læt það ekki takmarka mig eða skilgreina mig, en það er hluti af því sem gerir mig að mér svo mér finnst ég ekki heldur þurfa að fela þann hluta enda oft stór hluti af sköpun minni. Tónlist hefur alltaf verið til staðar, allt frá fyrstu tíð og sem þetta ofboðslega mikla kvíða og þunglyndisbarn hjálpaði tónlistin mér alltaf gífurlega. Ég lokaði mig inni í herbergi, lærði texta, söng, reyndi að skrifa og þýða misslæma texta, en þetta hélt mér þó við efnið,“

segir Karitas. Hún segir að kvíðinn og meðfylgjandi ofhugsanir eigi það til að skemma fyrir henni, en hún leyfir sér aldrei að „fara full on“ og leyfir sér að dreyma um það sem hún gæti verið og orðið.

Missir fljótt áhugann ef það tengist ekki tónlist

Áður en Karitas sigraði í The Voice og varð þekkt meðal landsmanna prófaði hún ýmsar vinnur og nám en segir að áhuginn sé fljótur að fara ef það tengist ekki tónlist, söng og framkomu. Síðustu árin hefur hún verið dugleg að syngja í kórum, koma fram í skólaleikritum, söngkeppnum og þess háttar, en söngurinn var frekar áhugamál heldur en starf. Haustið 2016 tók hún boðinu um þátttöku í The Voice og ákvað að gefa loks drauminum alvöru tækifæri.

„Ég fékk mér vinnu eingöngu til að borga reikninga og leigu og ákvað að gefa söngnum næsta árið, sjá hvort ég gæti látið boltann byrja að rúlla, ef ekki þá hefði ég allavega prófað og gæti aldrei séð eftir því að hafa reynt. Nú er ég heldur betur að reyna að halda boltanum rúllandi. Ótrúlegt hvaða hlutir geta gerst þegar maður leggur huga og sál í verkið,“

segir Karitas Harpa. Það verður skemmtilegt að sjá hvað Karitas Harpa, Salka Sól og Daði Freyr munu afreka í Berlín, við á Bleikt bíðum spennt og óskum þeim góðs gengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina

Lögreglan leitar að manni sem lék sér að því að keyra á fólk um helgina
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Sat fyrir aftan Amorim í gær – Uppljóstrar því hvaða tveir leikmenn fóru í taugarnar á honum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.