fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Ólöf Ragna: Að elska líkamann eftir fæðingu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar aðeins að tala um breytingar á líkamanum eftir fæðingu. Viggó Nathanael er orðin fjögurra og hálfs mánaða og þrátt fyrir að hafa gengið í gengum þetta allt áður (fyrir 7 árum) þá er einhvern veginn eins og maður byrji aftur á byrjunarreit þegar annað barn kemur. Ég var ekki það heppin að geta hreyft mig á meðgöngunni út af grindargliðnun og samdráttum sem byrjuðu fljótt að gera vart við sig. Eftir fæðingu Viggós er ég 14 kílóum þyngri en fyrir meðgönguna.

Upplifun mín á meðgöngunum var mikið í þá áttina að ég væri að búa til þetta líf og breytingarnar sem voru að eiga sér stað á líkamanum mínum voru stórkostlegar. Öllu því sem fylgir að ganga með barn fagnaði ég, því ég vissi hvað kæmi í lokin.

Eftir fæðingu voru þessar breytingar kannski ekki alveg eins stórkostlegar, aukakíló, slappur magi, mjólkurfull brjóst, lélegur grindarbotn, slit, hárlosið, fölna andlitið og baugarnir undir augunum sem koma vegna andvökunótta sem einkennast af mjög slitóttum svefni og þreytu.

Ég er mjög sammála þessari klisju að elska líkamann sinn eftir meðgöngu því að þú varst að búa til nýja manneskju en skiljanlega getur það verið erfitt á tímum. Það tekur rúmlega níu mánuði fyrir líkamann að undirbúa komu barnsins með tilheyrandi álagi. Allar konur ættu því að hafa í huga að það ætti að taka allavega álíka jafn langan tíma fyrir líkamann að ná að jafna sig eftir meðgönguna. Ég segi jafna sig vegna þess að ég tel það mjög líklegt að í mörgum tilfellum verði líkaminn aldrei eins og hann var fyrir meðgönguna.

Ég hef vissulega verið á þeim stað, að þetta sé erfitt og leiðinlegt, að passa ekki í fötin sín og að finnast maður ekki eins og maður á að vera. Ég þurfti aftur að læra að elska líkamann minn eftir að ég átti Viggó og sætta mig við að ég væri svona og fengi því ekki breytt einn tveir og þrír. Ég er búin að vera að taka sálfræðina á þetta og vinna í því að eyða bara öllum neikvæðum hugsunum sem koma upp hjá mér sem tengjast útlitinu og hugsa aðeins um það jákvæða. Neikvæðni dregur mann svo langt niður. Það er talið taka okkur um 30 daga að „normalisera“ eitthvað fyrir okkur, s.s. ef þú ert 30 daga að segja að þú sért ljót og feit að þá fer þér að finnast þú ljót og feit. Þannig ættir þú að vinna meira í því að segja jákvæða hluti um sjálfan þig til að líða betur með þig.

Staðalímynd auglýsinga og Hollywood gefa okkur óraunhæfar kröfur um hvernig við ættum að líta út, en það er gott að hafa það í huga að við erum samt bara öll venjuleg – fögnum fjölbreytileikanum.

Ég er á því að þú getir alveg elskað líkamann þinn þrátt fyrir að þú viljir breyta honum. Mér líður alls ekkert illa með þessi aukakíló þrátt fyrir að ég væri til í að losna við þau, þó það væri einungis til að eiga auðveldara með að hreyfa mig og sinna börnunum mínum.

Líkaminn okkar er magnað apparat og við þurfum að virða hann og elska.

P.s. á snappinu mínu er ég er að vinna með 30 daga planið eins og ég nefni hér fyrir ofan. Ég er búin að  plana að taka æfingu 5 sinnum í viku næstu 30 dagana svo að þetta festist í norminu mínu. Ef þið viljið fylgjast með endilega addið – olaragna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt
433
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal slátraði Real Madrid í London

Arsenal slátraði Real Madrid í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni