Eftir að Making a Murderer og Amanda Knox slógu í gegn hefur Netflix ákveðið að gefa út fleiri óhugnanlega heimildaþætti um sönn sakamál. Miðað við fyrstu stikluna má búast við rosalegum spenning, hryllingi, sorg og óhugnaði. Heimildaþættirnir, The Keepers, fjalla um óupplýst morð nunnunnar Cathy Cesnik. Hún hvarf árið 1969 og fannst lík hennar nokkrum mánuðum seinna. Í stiklunni koma nokkrir einstaklingar fram sem þekktu og elskuðu Sister Cathy og eru með nokkrar kenningar um hvað kom fyrir hana.
Þættirnir verða sjö samtals og koma á Netflix 17. maí. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.