fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2024

Ólöf Ragna: „Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 22. apríl 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru meðgöngu og fæðingarsögur ekki alltaf vinsælar? Þegar ég var ólétt þá held ég hafi náð að klára allar fæðingarsögur sem ég fann á netinu og fannst alltaf jafn gaman að lesa þær.

Ég ætla allavega að skella í eina þannig færslu og vonandi hafið þið bara gaman af.

Ég á tvö börn, 7 ára Alexöndru og þriggja mánaða Viggó Nathanael. Ég var 19 ára þegar ég varð ólétt af Alexöndru. Meðgöngurnar voru svo sem ekki mjög ólíkar, þessi venjulega þreyta, ógleði og svo fékk ég grindargliðnun sem gerði vart við sig á um 17 viku í báðum tilfellum. Fæðingarnar voru tvennt ólíkt og á ég eina hræðilega upplifun af fæðingu og aðra fullkomna.

Þegar ég fæddi Alexöndru hafði ég mjög litla hugmynd út í hvað ég væri að fara. Ég var ung og hélt að þetta myndi verða mun auðveldra heldur en raun bar vitni. Fæðing hennar er það erfiðasta sem ég hef yfirstigið á ævinni. Um kl 23:00 þann 7. febrúar fékk ég fyrsta verkinn, ég fann strax að þetta væri eitthvað annað en þessir verkjalausu samdrættir sem ég hafði haft alla meðgönguna. Samdrættirnir komu strax mjög reglulega eða með um 6-15 mín millibili. Alexandra kom svo í heiminn klukkan 9.36 þann 9. febrúar. Ég búin að vera með verki í 33,5 klukkutíma og vakandi í 48,5 klukkutíma. Um það bil fjórum tímum áður en hún fæddist fékk ég mænudeyfingu og dripp með. Ég fann hinsvegar ekki fyrir mænudeyfingunni, ekki eins og ég hafði lesið um í mömmuhópunum. Þar dásömuðu þær hana út í eitt og fengu loks hvíld. Neibb, drippið hraðaði á hríðunum margfalt og í þrjá tíma lá ég í rúmi og öskraði og engdist af sársauka því ég þurfti að remba barninu út. Ljósmóðirin sagði hinsvegar að ég mætti ekki rembast þar sem ég hafði ekki náð fullri útvíkkun! Þegar útvíkkuninni var náð kom hún í tveim rembingum… þetta var búið…!

Ég ætlaði ALDREI AÐ GERA ÞETTA AFTUR!

Eftir að hún fæddist gat ég ekki horft á barn fæðast (í sjónvarpinu) án þess að gráta, ég bara grét og fannst þetta hræðilegt, að fólk skildi gera þetta og það oftar en einu sinni skildi ég ekki! Tilhugsunin um að fæða annað barn var mér ofviða.

Þegar ég var komin fimm vikur á leið með Viggó (var ekki búin að pissa á prófið) er ég stödd út í Dublin með Gulla. Við vorum að skoða Guinnes bruggverksmiðjuna þegar það byrjar að blæða hjá mér og ég hélt að ég væri að byrja á túr enda nokkrum dögum of sein. Við eigum flug heim næsta dag og lendum um hádegi hér heima. Þá er blæðingin hætt og ég frekar undrandi á því. Daginn eftir byrjaði aftur blæðing sem mér fannst mjög skrítið og ákvað því að kaupa óléttupróf til að útiloka það að ég væri ólétt.

Nema hvað það kom BLÚSSANDI JÁ!

Ókei ég fékk smá sjokk!

Ólétt og það var að blæða, DR. Google sagði að um væri að ræða fósturlát. Við fórum til kvensjúkdómalæknis í Domus Medica þrem dögum seinna sem staðfesti þungun. Þar var litla krílið með hjartslátt og virtist nokkuð eðlilegt allt saman. Læknirinn gat hinsvegar ekki útskýrt blæðinguna sem var enn til staðar.

Við tóku fimm vikur af stanslausum blæðingum þrír snemmsónar út af mjög svo taugaveiklaðri verðandi móður þar sem okkur hefði verið tilkynnt að þetta væri mjög 50/50 og skipaði mér að fara á „Bed Rest“ á meðan blæðingn var. En það var ekki fyrr en í þriðja sónarnum sem að við fengum útskýringu á blæðingunni. Blæðingin var út af blæðandi sári undir legpokanum sem myndi hætta um leið og barnið væri búið að stækka yfir sárið (og hún minnkaði líkurnar á fósturláti niður í 70/30). Okey taugaveiklaða verðandi mamman fór frá því að vera við það að fara yfir um í að vera svona nokkuð stressuð. Blæðingin hætti fimm vikum eftir að hún byrjaði og við tók nokkuð eðlileg meðganga.

Sjö ár voru síðan að ég fæddi barn síðast. Mér fannst ég meira tilbúin undir það sem koma skildi og ég vissi betur að ég gæti og ætlaði hlustað á líkamann minn og gera það sem hann sagði mér. Ég ætlaði ekki að leyfa þessari fæðingu að fara eins og síðustu.

Strax frá byrjun talaði ég um að ég vildi fæða þetta barn í baði án allra deyfingar, en hugsanlega notast við glaðloftið.

 

Á 38. viku var ég tilbúin að hann kæmi, ég gat ekki meir! Hver einasta hreyfing eða líkamsstaða var mjög óþægileg og sár. Við tóku öll þau ráð í bókinni sem ég hafði lesið nema laxerolía! Te, jóga, langar göngur, dans, safar, sterkurmatur neme it ég gerði það. Nei, hann lét bíða eftir sér þar til á 41 viku, eðlilega!

Þann 8. desember, um nóttina, missti ég slímtappann og um hádegi þann dag átti ég tíma hjá ljósmóðurinni minni þar sem hún reyndi að hreyfa við belgnum en gat það ekki. Hún sagði okkur að það væri sennilega smá stund í að þetta færi að gerast og bókaði okkur í gangsetningu. Ég án alls gríns var farin að halda því fram að engin kona í heiminum hefði gengið með barn lengur en ég…. Og fíllinn sem að gengur með ungann sinn í 95 vikur átti sko ekki roð í mína 41 viku. Mjög dramatískt ég veit, en ég mátti það.

Fljótlega eftir heimsóknina hjá ljósmóðurinni fór allt að tikka í gang, verkirnir fóru að koma með 10-12 mínútna millibili frá klukkan 14-21, núna hlaut þetta að vera að gerast. Um klukkan 00.30 fór ég í bað hér heima og var þar í svona hálftíma. Þegar ég kom upp úr því voru verkirnir orðnir mjög reglulegir eða með 3 mínútna millibili. Við fórum upp á sjúkrahús og vorum mætt þar klukkan 1.25, þar tók á móti okkur yndisleg ljósmóðir. Ég var tekin í skoðun og var komin með 5 í útvíkkun. Við fengum að fara inn í fæðingarherbergi þar sem það var látið renna í bað fyrir mig og notaði ég glaðloftið óspart. Ég náði að vera í baðinu í rúmar 20 mín þegar að ég sagði henni að ég þyrfti að rembast og sagði ljósmóðirin „gerðu það þá“ án þess að skoða útvíkkunina og kom hann í þriðja rembing klukkan 3.38 í baðinu. Nákvæmlega eins og ég hafði óskað mér.

 

Allt var svo fullkomið við þessa fæðingu og er ég svo hrikalega þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa hana eftir mína fyrri reynslu og núna skil ég afhverju konur segja að þær vilji gera þetta aftur og væri ég tilbúin til þess að gera þetta á hverjum degi fyrir þessa upplifun <3

Ólöf Ragna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gæti fengið annan séns í Manchester – ,,Hann fær að æfa með okkur“

Gæti fengið annan séns í Manchester – ,,Hann fær að æfa með okkur“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óþekkt nafn að ganga í raðir Manchester City

Óþekkt nafn að ganga í raðir Manchester City
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun

Dularfullt neðanjarðarmannvirki vekur undrun
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna

Glugga- eða gangsæti? – Valið getur skipt máli fyrir heilsuna