fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Eydís Sara: „Þessi maður sagði beint upp í opið geðið á mér að vegna vaxtarlags míns sé ég „auðveldari“ kona“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvöldið byrjar vel og það er ótrúlega gaman hjá okkur. Ég er svona tiltölulega nýbyrjuð að spjalla við strák sem mér lýst vel á og var því ekkert með neina löngun í það að vera með þessum mönnum enda voru þeir báðir 10 árum eldri en ég og ekki fannst mér þeir myndarlegir,“

Þetta segir Eydís Sara er 21 árs stelpa sem lenti í miður skemmtilegum aðstæðum um páskahelgina. Þar varð hún fyrir áreiti og líkamsfordómum af hálfu eldri karlmanns.

Eydís Sara og vinkona hennar ákváðu að keyra ásamt tveimur karlmönnum, sem voru kunnugir vinkonunni, á Selfoss. Eydís var edrú og undir stýri, en hin þrjú að drekka og skemmta sér.

Á meðan við erum að keyra erum við að spjalla um daginn og veginn en umræðurnar færast fljótt yfir á allt annað svið. Annar af mönnunum kemur með umræðu um kynlíf og spyr okkur stelpurnar hversu mörgum karlmönnum við höfum sofið hjá. Við ræðum það aðeins og allir taka létt í umræðuna nema ég, seí er ekkert sérstaklega að fíla það hvernig maðurinn lætur. Þessi umræða vindur uppá sig og umræddur maður segir við okkur að það sé eðlilegt að þybbnar stelpur sofi hjá fleiri strákum heldur en grennri stelpur!

Eydís segir að bílferðin hafi verið viðbjóður þar sem maðurinn reyndi við hana alla leiðina á Selfoss og ætlaði ekki að gefast upp. Hún segir að greinilega hafi hann haldið að auðvelt yrði að koma henni í rúmið þar sem hún er ekki grannvaxin og viðhorf hans gagnvart kvenfólki með mjúkan vöxt hafði komið í ljós á leið yfir heiðina.

Þessi maður sagði beint upp í opið geðið á mér að vegna vaxtarlags míns sé ég „auðveldari“ kona sem sé auðveldara að fá upp í rúm með sér. Er þetta bara í alvörunni í lagi? Mér finnst þetta flokkast undir líkamssmánun og tók þessu sem virkilegri móðgun. Bara því ég er ekki með vaxtarlag klippt út úr tískublaði þá þýðir það að ég sé MEGATIL í að hoppa beint upp í rúm með næsta gaur og ríða? NEI!

En á heimleiðinni ákvað hann að skipta um skoðun og byrja að reyna við vinkonu mína. Ég sat sem sagt í bíl í 40 mínútur á leiðinni heim að hlusta á hann reyna við hana og hunsa mig. Mér var svo sem sama því ég var bara spennt að losna við kauða. Þetta er samt vanvirðing í mínum bókum. Dæmi þeir sem vilja.

Á Selfossi skruppi mennirnir inn á Pallaball í Hvíta húsinu, en vinkonurnar biðu í bílnum og spjölluðu. Tekið skal fram að hópurinn var á bíl annars mannanna, svo að ekki var möguleiki að keyra heim og skilja þá eftir.

Þegar þeir koma til baka héldum við að við værum að fara til baka í bæinn en þeir vildu fara með okkur í sýna okkur tvo sumarbústaði sem þeir ættu og væru að leigja túristum. Vinkona mín var í stuði og alveg til í þetta og ég var komin í einhverjar sjálfsbjargarhugleiðingar og harkaði af mér og ákvað að skemmta mér það sem eftir var kvölds.

Þau sóttu því næst gítar í hús á Selfossi og brunuðu svo í Grímsnesið. Í bústaðnum gerðist maðurinn ennþá ágengari.

Hann er mjög ágengur og við kyssumst. Hreinlega bara af því ég hafði enga stjórn. En svo dregur hann mig með inn í herbergi og ég segi við hann að ég sé ekki að fara með honum til að gera neitt. Hann sagðist bara vilja spjalla. Ég tók fram að ég mundi ekki hika við að öskra á hjálp ef hann reyndi eitthvað. Hann samþykkir það og við förum inn í herbergið þar sem hann segir eftirfarandi hluti sem stuða mig mikið. Til dæmis: „Ég veit þú ert hrædd en ég er ekki vondur maður. Ég væri svo til í þig og vinkonu þína. Hún er fáránlega flott.

Eydísi þóttu athugasemdirnar mjög niðrandi og afhjúpandi fyrir fordóma gegn feitum stelpum.

Hann sagði beinlínis að ég slyppi til í kynlíf með honum og fallegu vinkonu minni. Hann sagði tvívegis við mig að ég ætti að vera þakklát fyrir þetta kvöld. Að ég ætti að vera glöð að vera með tveimur strákum í bústað og fá athygli í staðinn fyrir að vera heima hjá mér uppi í sófa að borða popp og horfa á Netflix. Eins og ég „feita stelpan“ hefði ekkert annað að gera heldur en að sitja í leti og borða og horfa á sjónvarpið?!?

Þegar maðurinn áttaði sig á að hann gæti ekki þvingað fram samvinnu Eydísar sneri sér hann að vinkonu hennar. Alla bílferðina heim hlustaði Eydís á hann suða í vinkonunni um kynlíf.

Mér fannst það dónalegt en GUÐ HVAÐ ÉG VAR FEGIN samt að losna við hann.

Eydís leyfði mér að skrifa um reynslu sína vegna þess að henni finnst umræðan mikilvæg.

Ég horfi í spegil og sé ekki feita stelpu. Ég sé stelpu sem er falleg og skemmtileg og hefur gaman af því að fara í ræktina. Ég er með aukakíló en þau skilgreina mig ekki sem manneskju!
Ég hef ágætlega mikið sjálfstraust þar sem ég hef verið lögð í einelti í mörg ár. Finnst þetta þurfa að koma á yfirborðið svo að aðrar stelpur í mínum sporum geta fundið kjarkinn til að standa með sjálfum sér.

Á meðan við Eydís ræðum saman hringir umræddur maður í hana, greinilega búin að frétta af því að hún hafi tjáð sig um málið á Facebook.

Hann bað mig vinsamlegast að nafngreina hann ekki þar sem þetta kvöld hafði hann haldið framhjá konunni sinni. Þau eiga tvö börn. Í símtalinu bað hann mig vinsamlegast um að hafa ekki samband við hann á facebook eða hringja í hann því konan hans má ekki vita neitt. Hann þurfti nú ekki beinlínis að suða mikið í mér til að fá þá ósk uppfyllta. Ég gæti ekki haft minni áhuga á manninum! Erindi símtalsins var að biðja mig afsökunar – en það var greinilega yfirvarp því honum var mest í mun að ég mundi ekki hafa samband við konuna hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt

Pipar níunda áratugarins vísað úr flugi – Beðin um að gefa eftir sæti sitt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.