fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Hrönn Bjarna gerði upp eldhús í Kópavoginum – Glæsilegar breytingar!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég og Sæþór maðurinn minn keyptum okkur raðhús í vesturbæ Kópavogs síðasta sumar og gerðum það allt upp.

Skemmtilegasti parturinn við þessar endurbætur fannst mér eldhúsið enda eyði ég yfirleitt miklum tíma í eldhúsinu og líður hvergi betur en þar.

Við byrjuðum á því að rífa niður gömlu innréttinguna og brjóta niður einn vegg. Það birti þvílíkt til í eldhúsinu við að brjóta hann niður og við sjáum sko ekki eftir því. Svo var parketlagt og endað á því að setja upp innréttinguna. Ég var með mjög sterkar skoðanir á því hvernig ég vildi hafa eldhúsið og það voru nokkrir hlutir sem mér fannst alveg nauðsynlegt að hafa. Ég vildi hafa 2 ofna, bara skúffur í neðri skápum, efri skápa alveg uppí loft, rosalega gott skipulag í skúffunum, barstóla og stóran vask.

Ég ákvað strax að versla mér eldhús í IKEA og var það aðallega af því þeir eru með svo ótrúlega sniðugar lausnir og leiðir til að hafa eldhúsið mjög skipulagt.

Hér er t.d skipulagið í eyjunni minni en þessar innri skúffur finnst mér algjör snilld. Þá er bara einn frontur á skúffunni og 2 skúffur inní sem gerir útlitið stílhreinna utanfrá en notagildið margfalt betra inní. Við eyddum miklum tíma í að pæla í því hvar allt ætti að vera í eldhúsinu og okkur fannst mikilvægt að raða þessu þannig að allt væri nálægt manni þegar maður væri að vinna í eldhúsinu. Hjá okkur er helluborðið í eyjunni og þá settum við potta og pönnur beint fyrir neðan helluborðið og áhöld og krydd hliðiná helluborðinu og hinum megin eru svo hnífar og hnífapör og þá þarf maður ekki að vera að hlaupa um allt eldhús þegar maður er að vinna á eyjunni. Við erum með svona innri skúffur útum allt eldhús sem gerir allt skipulag mjög einfalt.

Hvítt háglans var það eina sem kom til greina en mér finnst það ótrúlega stílhreint og fallegt og passa sérstaklega vel við parketið sem við völdum okkur en það er grátt.

Ég var í smá vandræðum með að velja mér borðplötu en endaði á því að fara í Fanntófell og kaupa þar ítalskt harðplast í hvítum glans og er alveg ótrúlega ánægð með það. Það er að vísu hellings vinna að halda þessu hreinu af því það sést hvert fingrafar á þessu en ég skal sko glöð eyða smá tíma í það af því þetta er svo fallegt.

Í gamla eldhúsinu var eldhúsborð í eldhúsinu en við ákváðum að hafa frekar svona barborð og barstóla og sleppa eldhúsborði af því borðstofuborðið er bara þarna alveg hliðiná. Þá kom upp smá vandamál með svæðið hjá gluggunum af því gluggarnir eru svo lágir að það var ekki hægt að halda bara áfram með neðri skápana. Þá kom maðurinn minn með þá snilldarhugmynd að gera þetta að svona bekk sem er hægt að sitja á með skúffum undir. Við skelltum okkur inná IKEA síðuna og sáum að það eru til skápar í IKEA sem eru hugsaðir sem efri skápar ofaná djúpa háa skápa og eru bara 40cm á hæð sem er mjög fín sethæð og þar er rosa kósí að sitja þarna með kaffibollann á morgnana.

Barborðið var líka smá pæling en fyrst ætlaði ég ekki að hafa neinar skúffur í barborðinu og hafa bara borðplötu og opið í gegn en mér fannst svo mikil synd að sleppa þessu auka geymsluplássi að við ákváðum að setja skúffur í eyjuna. Til að hafa nóg pláss fyrir fæturnar settum við bara grunnar skúffur í eyjuna og þar geymum við t.d. matardiskana þannig að það er stutt að fara með þá á barborðið og borðstofuborðið. Það er hellings pláss í þessum grunnu skúffum og frábær lausn þar sem plássið leyfir ekki fulla dýpt. Að vera með 2 ofna er líka ótrúlega þægilegt, bæði þegar maður er með veislur eða marga í mat og eins ef maður er t.d. að hægelda kjöt í öðrum þá er hægt að útbúa meðlæti eða eftirrétt í hinum ofninum á sama tíma.

Innréttingunni undir stiganum var bætt við alveg í lokin en þá ákváðum við að það væri mun flottara að hafa bara innréttingu líka þarna í stíl við restina af eldhúsinu í staðinn fyrir að setja einhvern annan skenk eða skáp þarna sem passaði ekki alveg við hitt.

Hái skápurinn sem liggur upp við barborðið var svo seinasti höfuðverkurinn þegar við teiknuðum upp eldhúsið en við vorum mjög óákveðin hvernig við gætum leyst þetta horn. Fyrst ætluðum við að láta skápinn snúa eins og skápurinn með ofninum og ísskápnum og hafa bara skúffur/skápa í efri partinum en svo datt okkur í hug að láta hann snúa bara inn í borðstofu og geta þá haft skúffur alla leið niður. Mér finnst þetta snilldarlausn og þetta kemur mun betur út en ég þorði að vona og við græddum hellings geymslupláss með þessu.

Ljósin fyrir ofan eyjuna eru Kartell ljós sem heita Easy og ég keypti þau á Amazon.co.uk á mjög fínu verði. Við erum ótrúlega ánægð með þetta eldhús og mér finnst æðislegt að dúlla mér í nýja eldhúsinu mínu og baka og elda.

höfundur greinar: Hrönn Bjarna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ná samkomulagi við Greenwood

Ná samkomulagi við Greenwood
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona lítur lið Evrópumótsins út

Svona lítur lið Evrópumótsins út
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.