Kate segist alltaf hafa verið listakona, en ekki gert sér grein fyrir þýðingu þess fyrr en hún veiktist af geðklofa. Henni er reyndar illa við hugtakið geðsjúkdómar, og finnst það gefa til kynna að hún sem manneskja sé á einhvern hátt skemmd eða brotin.
„Því miður er það þannig, að um leið og ég segi fólki frá því sem ég glími við, líður mér eins og það sjái aðeins þann þátt í fari mínu,“ segir Kate í færslu sem hún birti á Bored Panda.
Þau sjá fordómana sem ýtt er undir í fjölmiðlum, og ónákvæmu steríótýpurnar sem sjást gjarnan í Hollywood myndum. Einmitt þess vegna er ég svna opin um það sem ég lifi með.
Ég hef verið greind með ýmislegt og fengið ýmsa merkimiða í gegnum árin. Það var loksins þegar ég var orðin 17 ára og foreldrar mínir tóku eftir versnun, að ég var greind með geðklofa.
Það sem ég lifi við er ekki auðvelt og getur verið hamlandi, en ég bý ekki á götunni og geng um öskrandi um geimverur sem nema fólk á brott. Það er ekki þar með sagt að fólk þarna úti geti verið það veikt – það er til. Samt er líka fullt af fólki sem er eins og ég, sem dvelur að mestu heima hjá sér lokað inni í herbergi. Einkennin geta verið mismunandi og misalvarleg. Reynsla hverrar manneskju er einstök.