Þessa uppskrift fann ég í blaði en breytt henni aðeins. Mér finnst best að geyma Granóla í krukku í kæli (geymist betur) – mjög gott að láta út í ab mjólk, ósoðna hafragrautinn eða chia grautinn.
Magn: 1 krukka
Tími: 30 mínútur
Flækjustig: auðvelt
1 dl möndlur – saxaðar gróft
1 dl cashewhnetur – saxaðar gróft
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl sólkjarnafræ
¼ – ½ dl graskersfræ
1 dl kókos
3 msk chiafræ
2 msk svört kínóafræ
1 tsk kanill
½ dl repjuolía (rapsolía)
1 dl vatn
Eftir bakstur:
Rúsínur (má sleppa)
Gojiber (má sleppa)
Ofninn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
Þurrefnum blandað saman
Repjuolíu og vatni hellt út í
Blöndunni dreift í ofnskúffu og bakað í 20 mínútur (hræra í öðru hvoru)
Sett í krukku – ágætt að geyma í kæli