fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Bryndís Ásmunds – Bláklædd með sódavatn og Amy Winehouse á fóninum

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerir hluti að okkar uppáhalds… hvers vegna verður einhver matur að uppáhalds, og hvers vegna höldum við meira upp á einn lit en annan? Jú svarið liggur líklega í tilfinningum. Ef við höfum verið sérdeilis heppin eða hitt skemmtilegt fólk þá daga sem við höfum skartað gulum jakkafötum eða kjól, er líklegra að sá litur eignist sess í hjarta okkar. Bragð af mat sem við nutum á góðri stund lífsins er líklegt til að framkalla góðar tilfinningar gegnum taugaboð í heilanum… Og svona pælingum gætum við haldið lengi áram.

 

Það er alltaf gaman að fá að skyggnast inn í heilabú þekktra einstaklinga – og okkur á Bleikt datt í hug að birta á næstunni nokkur uppáhaldsviðtöl við uppáhaldsfólk um uppáhöldin þeirra!

Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir ríður á vaðið. Hér er það sem Bryndís heldur mest upp á!

Uppáhaldsmatur – Soðinn fiskur, smjör og kartöflur – sushi og Nautasteik með sveppasósu því þá verð ég stór og sterk.

Mynd: Charles Moriarty.

Uppáhaldsbíómynd – Heimildamynd um Amy Winehouse hún er vel unnin og situr eftir í manni.


Uppáhaldstónlist – Rokk, Blues, Jazz, soul er tónlist sem snertir hverja einustu frumu og taug í mér.

Kannski að þessi draumkennda borg heiti Uuuuuuu?

Uppáhaldsborg – Uuuuuuu


Uppáhaldsveitingastaður – Matstofan í Garðabæ frábær þjónusta þar sem þjónar taka fagnandi á móti fólki og dansa í kringum kúnnana sína svo er maturinn það góður að ég verð til vandræða af stunum, svo er reyndar annar staður í miklu uppáhaldi sem heitir VON í Hafnarfirðinum ég get ekki lýst því í orðum hvað maturinn þar er guðdómlegur.

Þessi mætti á síðustu blúshátíð í Reykjavík.

Uppáhaldshátíð – Blues Hátiðin fer með mann í annan heim.

Uppáhaldslitur – Fer eftir skapi….núna er það blár því hann veitir mér orku og gleði

Mynd: Getty

Uppáhaldsmanneskja – Einmitt núna er það Amy Winehouse hún var svo mögnuð manneskja sem fór alltof snemma ég er mikið að stúdera hennar feril og ætla að heiðra hana með 10 manna bandi annaðkvöld 13. apríl á Rosenberg og það er hægt að nálgast miða á tix.is.


Uppáhaldsklæðnaður – Mér líður best þegar Andrea og Kron Kron sjá um að dressa mig….annars er ég hversdags týpan Gallaskyrta-Gallbuxur og leðurjakki voða basic.


Uppáhaldsárstíð – Akkúrat núna, það er svo fallegt.

Uppáhaldsdagur – Sko það eru allir dagar í uppáhaldi hjá mér.

Uppáhaldsdrykkur – Sódavatn með sítrónu – Appelsín – Kaffi.


Uppáhaldsafslöppun – ég slappa vel af þegar ég fer í sund og syndi nokkrar ferðir leggst svo í pottinn þangað til ég soðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt

Láta Friðrik Þór heyra það og segja hann hafa gengið of langt
433
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal slátraði Real Madrid í London

Arsenal slátraði Real Madrid í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný

Sjáðu þegar Karólína svaraði fyrir Ísland – Allt galopið á ný
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist

Fengu eldingu í bílinn sem stórskemmdist
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári

Garðabær ætlar að lækka hámarkshraða á 34 vegarköflum – Gera ráð fyrir 300 milljón króna sparnaði á ári
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Segja Ríkisendurskoðun halla réttu máli í yfirlýsingu sinni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.