fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Páskamolar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar, Sólveig og Hildur, halda úti bloggsíðunni maedgurnar.is þar sem þær deila gómsætum uppskriftum með fallegum myndum. Þær deildu nýlega uppskrift að gómsætum páskamolum og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi að deila henni með lesendum.

Eins og kannski flestum finnst okkur mæðgum gott súkkulaði mikilvægur partur af stemningunni yfir páskahátíðina. Við útbúum oft eitthvað gott heimagert konfekt eða nammi við þetta tilefni. Svo höfum við mjög gaman af að föndra okkar eigin páskaegg úr góðu lífrænu súkkulaði og fyllum þau með því sem okkur þykir passa best með súkkulaðinu: hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum. Hér er hægt að sjá leiðbeiningar fyrir páskaeggjagerð. Í fyrra gerðum við lítil konfektegg úr döðlum og kakósmjöri.
Í ár er það konfekt með tvennskonar fyllingu, sem við berum fram í pappaeggjum.

Mmm… súkkulaðihúðaðir salthnetubitar og kókoskúlur í súkkulaðihjúp.

Við búum til fyllingu sem við mótum í kúlur eða bita og geymum í kæli/frysti á meðan við bræðum lífrænt dökkt súkkulaði. Svo dýfum við köldum molunum í bráðið súkkulaðið og leggjum molana á grind eða bökunarpappír á meðan súkkulaðið stífnar. Konfektið geymum við svo í kæli/frysti.

Eitt af því sem okkur finnst mikilvægt þegar við kaupum súkkulaði er að athuga hvort það hafi örugglega sanngirnisvottun, eða FairTrade stimpil, svo við séum vissar um að aðbúnaður allra sem koma að framleiðslunni sé í lagi. Það er eins og bragðið verði betra við þá fullvissu.

Hnetubitar

Hnetubitar

200g döðlur, smátt saxaðar
2 ½ dl salthnetur eða ristaðar möndlur
1 ¼ dl hnetusmjör
1 msk kókosolía
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilla
¼ tsk sjávarsalt

  1. Setjið döðlur, kókosolíu, hlynsíróp, vanillu og salt í matvinnsluvél og maukið.
  2. Bætið hnetusmjöri út í og blandið.
  3. Að síðustu bætum við hnetunum/ristuðu möndlunum út í.
  4. Snjallt er að þrýsta deiginu í form og kæla í frysti. Skera síðan í passlega bita.
  5. Bræðið 70% dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  6. Dýfið köldum hnetubitum í súkkulaðið með gaffli, leyfið auka súkkulaðinu aðeins að leka af áður en sett er á grind eða bökunarpappír til að stífna.
  7. Geymist best í kæli eða frysti.

Kókosmolar

Kókosmolar

3 ½ dl kókosmjöl
1 ¾ dl kókosmjólk (notum bara þykka partinn af kókosmjólkinni, setum dósina inn í ísskáp og þá stífnar hún að hluta til og við notum stífa partinn)
½ dl fljótandi sæta, t.d. agave síróp eða hlynsíróp (hlynsírópið gerir fyllinguna aðeins dekkri á lit)
1 msk kókosolía
nokkur saltkorn

  1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að þykkri og svolítið klístraðri fyllingu.
  2. Gott er að setja fyllinguna í smá stund inn í ísskáp og láta stífna svo auðvelt sé að móta kúlur.
  3. Geymið kúlurnar í frystinum/kæli á meðan súkkulaðið er brætt, þannig verður húðunin auðveldari.
  4. Bræðið 70% dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  5. Dýfið köldum kúlum í súkkulaðið og leggið á grind/bökunarpappír og látið storkna.
  6. Geymið í kæli/frysti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“

Ákveðinn Maresca svaraði fullum hálsi: ,,Ég er ekki að hugsa um Harry Kane eða það sem hann hefur að segja“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár

Fyrsta tapið á heimavelli í tvö ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

England: Tottenham valtaði yfir Manchester City á Etihad

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.