Hér er á ferðinni uppskrift að frábærum og vel klístruðum kanilsnúðum sem vekja ávallt mikla lukku!
Klístraðir kanilsnúðar
12 g (1 poki) þurrger
1 dl mjólk
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1 egg
100 g smjör, mjúkt
300 g hveiti
Fylling
150 g smör, mjúkt
150 g púðusykur
1 1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
- Hitið mjólkina þar til hún er fingurvolg. Hellið í skál og stráið gerinu yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og leysast upp. Hrærið því næst salti og sykri saman við og því næst eggjum.
- Blandið hveiti og smjöri saman og hnoðið vel. Þegar það hefur blandast vel saman bætið því saman við hin hráefnin. Hnoðið vel. Látið hefast í 1- 1 1/2 klst við stofuhita eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
- Blandið smjöri, sykri, kanil og múskat saman.
- Fletjið deigið í ferning (ca. 20 x 40 cm). Stráið fyllingunni yfir og rúllið upp. Skerið í um 12 stk og setjið í form með smá bil á milli snúðanna. Látið hefast í aðrar 30 mínútur og bakið síðan í 175°c heitum ofni í um 20 mínútur. Fylgist vel með að sykurinn brenni ekki. Berið t.d. fram með hlynsýrópi.