fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Kate Winslet hélt ræðu um jákvæða líkamsímynd: „Vertu besta útgáfan af þínu sanna sjálfi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margverðlaunaða leikkonan Kate Winslet er gjörsamlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að styrkja jákvæða líkamsímynd og hvetja konur til að læra að elska líkamann sinn. Hún opnaði sig um sín eigin persónulegu vandamál varðandi líkamsímynd sína og baráttuna við að sætta sig við líkama sinn. Í ræðu á WE Day í Bretlandi, sagði hún frá því að hafa verið kölluð „blubber“ og að sagt hafi verið við hana að hún ætti að vera „ánægð og sætta sig við hlutverk sem feita stelpan.“

Hún sagði að henni hafi ekki fundist hún duga. Henni fannst eins og hún „liti ekki rétt út,“ að hún væri ekki með „fullkominn líkama“ og heyrði sjaldan eitthvað jákvætt um líkama sinn. En hún barðist á móti og trúði á sig sjálfa. „Einn daginn fékk ég svo hlutverk Rose í Titanic,“ sagði Kate og síðan þá hefur hún leikið í mörgum kvikmyndum sem hafa notið mikilla vinsælda.

„Hjálpið ykkur sjálfum, verið þið sjálf. Og hlustið, verið besta útgáfan af því sanna sjálfi sem þið getið verið,“ sagði hún í fyrirlestrinum.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Telur að hótanir hafi borist sem íslenskur almenningur veit ekki af

Telur að hótanir hafi borist sem íslenskur almenningur veit ekki af
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þingmaður Repúblikana andmælir Trump – Segir ummæli hans „vandræðaleg“ og „eyðileggjandi“

Þingmaður Repúblikana andmælir Trump – Segir ummæli hans „vandræðaleg“ og „eyðileggjandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Elsta dómína Bretlands um fyrsta viðskiptavininn – „Þegar ég kom fram um morguninn, Guð minn góður“

Elsta dómína Bretlands um fyrsta viðskiptavininn – „Þegar ég kom fram um morguninn, Guð minn góður“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skella rosalegum verðmiða á leikmann sem Liverpool hefur mikinn áhuga á

Skella rosalegum verðmiða á leikmann sem Liverpool hefur mikinn áhuga á
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar

Hafa engan áhuga á því að kaupa sóknarmanninn í sumar
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegar senur í Laugardalnum – Skelfilegt sjálfsmark og þrenna Karólínu

Ótrúlegar senur í Laugardalnum – Skelfilegt sjálfsmark og þrenna Karólínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið

Chelsea hefur ekki lengur áhuga á Osimhen – United sagt skoða málið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.