fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Tristan litli varð fyrir skelfilegri árás – Arna Bára: „Í algjöru sjokki mætum við upp á spítala“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 10. apríl 2017 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagurinn sem byrjaði með skemmtilegri fjölskylduveislu hjá ömmu og afa, tók heldur betur skelfilega stefnu og fjölskylda Örnu Báru Karlsdóttur endaði á þriggja tíma dvöl á slysaeild. Arna Bára, Heiðar maður hennar, og synirnir Tristan og Ares voru stödd í notalegri veislu með fjölskyldumeðlimum þegar Tristan hlaut alvarleg meiðsl sem þurfti að gera að á slysadeild.

Varúð myndir eru ekki fyrir viðkvæma!

„Dagurinn í gær byrjaði ótrúlega vel og skemmtilega og fórum við saman í grillveislu til afa og ömmu. Rétt áður en við ætlum að fara heim fer Tristan út með frændsystkinum sínum að leika í garðinum hjá þeim.
Slys gera ekki boð á undan sér og þau voru rétt stokkin út þegar ég stekk upp við hræðilegt öskur frá Tristan… ég tékka á að Ares sé á öruggum stað og hleyp á móti Heiðari sem kemur hlaupandi inn með Tristan í fanginu og frændsystkinin koma grátandi og öskrandi með inn…“

Að sögn Örnu gerðist þetta ótrúlega hratt – bara á nokkrum sekúndum, og fullorðna fólkið fylgdist með börnunum allan tímann.


Við fyrstu sýn hélt Arna að Tristan hefði dottið og fengið blóðnasir enda mikið blóð í andliti hans. Við nánari eftirgrennslan sá hún að málið var mun alvarlegra en það.

„Það streymdu blóð úr götum allsstaðar úr höfði hans. Ég stekk og gríp stórt handklæði og utan um höfuðið og beint út í bíl þar sem Heiðar heldur um sárin á meðan ég keyri hratt en örugglega uppá Slysó.
Í algjöru sjokki mætum við upp á spítala að reyna að vera sterk fyrir barnið sem var í áfalli og hristist og skalf og grét.“

Arna er komin 36 vikur á leið en hljóp þó á eftir feðgunum upp stiga á næstu hæð þar sem Tristan var drifinn beint inn til læknis þar sem hann fékk aðhlynningu.

„Sárin  og fengum við svakalega góða þjónustu og allir stukku til að gera allt strax sem hægt var..
Það var ekki fyrr en við komum þangað inn sem ég sá hversu illa leikinn elsku Tristan var og þurfti að hafa mig alla til við að halda aftur að tárunum.“

Aðhlynning á slysadeild tók þrjár klukkustundir og þurfti hann að fá sprautur og sauma í höfuðið. Hann var svo fluttur á barnaspítala til innlagnar yfir nótt þar sem til stóð að hann fengi sýklalyf í æð til fyrirbyggingar sýkinga.

„Tristan var búinn að standa sig eins og hetja og vildi mest af öllu fara heim, og við fengum að fara með því skilyrði að hann tæki sýklalyfin sín á réttum tíma þrisvar á dag sem hann lofaði – og í fyrsta skipti á ævinni gekk allt upp án vesens.“

En hvað kom eiginlega fyrir barnið í garðinum hjá afa og ömmu? Hvað gerðist eiginlega?

Hundur í fjölskyldunni hafði komið í matarboðið og var bundinn úti í garði.

„Tristan er búinn að þekkja hann mjög lengi og hefur þeim alltaf samið mjög vel og verið krúttlegir saman. Við erum ekki alveg viss um hvernig aðdragandinn var nákvæmlega en við erum öll sammála um að Tristan var ekki að stríða hundinum eða neitt slíkt – og skiptir það svosem engu máli því hundur á ALDREI ALDREI ALDREI að ráðast á barn sama hvað.“

Arna og fjölskylda eru að vonum slegin en þakklát fyrir að ekki hafi farið verr.

„Við erum svo heppin að augun sluppu og Tristan er með okkur í dag. Hann gerði allt rétt, lagðist á grúfu til að verja höfuðið með höndunum og fékk þar bit næstum gegnum einn puttan og rispur yfir höndina.
Þetta var ekki eitt bit eða glefs heldur nokkur enda 30 sár, rispur og mis alvarleg göt. Læknirinn sagði heppni að eyrað hefði ekki verið rifið af og allt gerðist þetta á nokkrum sekúndum því Heiðar stökk strax af stað og ýtti hundinum af honum.“

Arna segist aldrei munu aftur treysta stórum hundum nálægt börnunum sínum.

„Slysin gerast svo hratt og maður telur þau 100% örugg enda bara búin að heyra einungis vel talað um þennan hund og það var búið að segja við börnin að hann væri góður og blíður. Núna tekur við andlega hliðin sem þarf að gróa því að sárin munu gróa og vonandi mjög vel og skilja eftir lítil ör en sárið á sálinni verður erfiðast.“

Arna segir að Tristan hafi staðið sig ótrúlega vel og sé alger hetja. „Ég gæti ekki verið stoltari af hversu brattur hann er búinn að vera gegnum þetta allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“

Óvirðing Ed Sheeran í beinni útsendingu í gær vekur upp reiði – „Eigingjarn trúður“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli

Ný ummæli Salah um framtíð sína hjá Liverpool vekja mikla athygli
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti