Barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís. Þar eru sýndar ýmsar skemmtilegar og klassískar myndir sem henta börnum og allri fjölskyldunni.
Barnakvikmyndahátíðin er alþjóðleg og er nú haldin í Reykjavík í fjórða sinn. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi.
Nú getur þú unnið bíómiða á mynd að eigin vali fyrir alla fjölskylduna um helgina (allt að 5 miðar). Það eina sem þú þarft að gera er að deila með okkur góðri bíóminningu úr æsku hér í athugasemdum fyrir neðan greinina.
Við drögum út vinningshafa í kvöld – föstudaginn 7. apríl.
Um helgina verða meðal annars sýndar myndirnar Never ending story, E.T. og Spirited away.