fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Jóhanna: „Afhverju gat ég ekki horft á blaðið og lært í tíma?“ – ADHD og sjálfsmyndin

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég greindist mjög sein með ADHD, ég var komin í 1.bekk í frammhaldsskóla. Ég hef alla mína ævi fengið mjög lélegar einkunnir þó svo að ég lærði og lærði og lagði mig alla framm. Ég var sú sem fór beint heim eftir skóla í 5.bekk að læra á meðan stelpurnar kíktu stundum í sund. Ég fékk alltaf á milli 1-4 á prófum þó ég lagði allt í þetta. Þessar tölur voru svo niðurbrjótandi, á meðan sumir sem höfðu lítið sem ekkert fyrir þessu og fengu 9.
Ég skildi aldrei hvað væri að mér, afhverju var ég svona heimsk?


Ég var sögð af kennurum:
„Afhverju nenniru þessu ekki?“
„Veistu ekki þetta svar?“
„Jóhanna þú veist alveg svarið“
„Ertu ekki orðin læs stelpa?“
Ég hef alltaf verið í sérkennslu í ensku, stærðfræði, íslensku og var alltaf lélegust í að lesa. Mér fanst svo erfitt að standa í pontu og þurfa að lesa langan texta fyrir framan bekkinn. Ég æfði textann heima til að gera mig ekki af „fífli“ ég var í 10 bekk og náði ekki að lesa sum orð. Ég skammaðist mín svo mikið! Afhverju gat ég ekki horft á blaðið og lært í tíma?

Í dag skil ég ekki hvernig þessir kennarar í Grunnskóla Grindavíkur gátu ekki tekið eftir neinu, ég er lesblind og með ADHD.


Fyrsta daginn í skólanum hjá mér í VMA á Akureyri seigir einn kennari við mig eftir tímann: „Jóhanna gæti nokkuð verið að þú sért með einhvern athyglisbrest? Ég sé þú hefur ekki horft á bókina þína allan þennan tíma og það er eins og þú sért að horfa á einhverja flugu út í loftið“

Ég gleymi aldrei viðbrögðunum frá mér, ég var svo hissa og sagði bara: „ha, nei?“
Og móðgaðist.
Ég sagði mömmu frá þessu og hún vildi endilega tékka á þessu. Ég fer í greiningu og er með þessa greiningu á háu stigi.
Ég prufa að fara á concerta og einkunnirnar tóku sér mikinn snúning, ég var farin að fá 6-9 á prófum.
Ég fór að gráta þegar ég fékk mína hæstu einkunn, ég trúði ekki að heimska ég gæti í alvörunni fengið 9 á prófi.
Eftir að ég byrjaði að lyfjunum fór ég að geta haft almennilega samskipti við fólk, allt í hausnum á mér bara svona fraus. Mér leið svo miklu betur með sjálfan mig að vita að öllum þessum hlutum sem ég vissi ekki að ég gæti.
Ég náði bílprófinu í fyrsta og var með eina villu í A og eina í B.
Þetta fannst mér bara kraftaverk! Var ég kannski aldrei svona hrikalega heimsk eins og ég hafði alltaf haldið?
Margir eru á móti lyfjum en þetta er mín reynsla og hefur bjargað lífi mínu. Ég gleymdi að skipta um bleyju á barninu mínu ef ég gleymdi að taka inn lyfin mín. Var að þvo sömu vél 5 daga í röð því ég gleymdi að taka úr henni.

Hér er ég í dag og er mjög lesblind, að skrifa bloggfærslu á síðuna mína. Allir sem þekkja mig taka tillit til þess að ég get ekki alltaf gert allt og taka mér eins og ég er, á lyfjum eða ekki.
Ekki láta neitt stoppa þig!


Greinarhöfundur: Jóhanna Marín Kristjánsdóttir

Greinin birtist fyrst á bloggsíðu höfundar: Mommytrendnet

Snapchat og Instagram: mommytrendnet

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.