Blac Chyna lagði inn beiðni hjá United States Patent and Trademark Office fyrir hönd fyrirtækis hennar Lashed LLC. um að skrásetja Angela Renée Kardashian sem vörumerki í desember í fyrra. Þá var hún unnusta Robert Kardashian, bróður Kardashian og Jenner systra.
Kardashian systur voru ekki sáttar við beiðnina, því ef hún hefði verið samþykkt hefði Blac Chyna einkarétt á að nota nafnið fyrir auglýsingar og í skemmtanabransanum, eins og varðandi framkomu í sjónvarpi og bíómyndum. Fyrirtæki Kim, Kourtney og Khloé Kardashian lögðu fram kæru gegn henni og mótmæltu formlega skráningu hennar.
Lögfræðingar systranna sögðu að fjölskyldumerkið „yrði fyrir tjóni, þar á meðal óbætanlegum skaða fyrir orðspor þeirra og viðskiptavild.“ Þeir ásökuðu einnig Blac Chyna um að „hún væri að sækjast eftir hagnaði af viðskiptavild þeirra og vinsældum af ásettu ráði.“
Kardashian systur unnu málið, en beiðni Blac um að skrásetja nafnið sem vörumerki var hafnað og mun hún aldrei geta notað nafnið. Þetta kemur fram á vef TMZ. Hún mun heldur ekki geta notað nafnið þó svo að hún og Rob gifti sig, en það lítur út fyrir að þau séu búin að ná sáttum og byrjuð saman aftur.
Blac Chyna og Robert Kardashian slitu trúlofun sinni seinna í desember. Blac flutti út með dóttur þeirra, Dream. Það var mikið drama í kjölfar sambandsslitanna og voru þau bæði dugleg að deila upplýsingum um stöðuna á samfélagsmiðlum. Eins og þegar Rob sagði að Blac Chyna hefði aðeins verið með sér til að öðlast meiri frægð og peninga. Blac svaraði því á Instagram og sagði að Rob væri andlega veikur og latur og hún gæti ekki hjálpað honum meira.
Þrátt fyrir stormasamt samband og sambandsslit, lítur út fyrir að þau ætli að reyna aftur. Blac setti inn nokkur myndbönd af þeim á Snapchat sem benda til þess að þau séu búin að taka aftur saman. Í einu myndskeiðinu sést Rob knúsa Blac aftan frá og telst þetta nokkurs konar staðfesting á sambandi þeirra samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs.
Sjá einnig:
Rob Kardashian biðst opinberlega afsökunar eftir að Blac Chyna flutti út með dóttur þeirra