fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Tyra Banks afnemur aldurstakmark þátttakenda í America’s Next Top Model

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

America‘s Next Top Model er að stokka upp í hlutunum og breyta sniði þáttanna, aftur! Þættirnir hófu göngu sína árið 2003 og komu út 22 þáttaraðir á tólf ára skeiði. Tyra Banks var kynnir þáttanna í þeim öllum, en Rita Ora tók við keflinu sem kynnir í 23. seríu. Tyra Banks var samt sem áður á bak við myndavélina sem framleiðandi þáttanna og mætti í stutta stund til að hjálpa dómnefndinni að velja sigurvegara í lokaþættinum. Sú þáttaröð var með öðruvísi sniði heldur en þær fyrri og glænýrri dómnefnd.

Dómnefndin í síðustu þáttaröð.

Hins vegar mun Rita Ora ekki halda áfram heldur mun Tyra Banks snúa aftur sem kynnir, mörgum til mikillar gleði. Þó Rita Ora hafi staðið sig eins og meistari þá er Tyra Banks að sjálfsögðu gyðjan og goðsögnin á bak við þættina.

Það er búið að gera eina stóra breytingu á þáttunum fyrir næstu seríu, en Tyra Banks hefur afnumið aldurshámarkið sem var áður 27 ár. Tyra tilkynnti í myndbandi á Instagram að hún er formlega búin að fella úr gildi þá reglu að keppendur þurfi að vera á aldursbilinu 18-27 ára. Nú þurfa einstaklingar aðeins að vera eldri en átján ára, en það er ekkert hámark á aldri keppenda.

Þú veist, ég hef staðið fyrir fjölbreyttri fegurð… Það hafa verið 23 seríur af ANTM og hverja einustu þáttaröð segjum við að þú þarft að vera 27 ára eða yngri. Veistu hvað ég er alltaf að heyra? „Tyra, kommon. Af hverju að vera með aldurshámark?“

segir Tyra í myndbandinu.

Þannig veistu hvað? Ég ætla að fjarlæga aldurshámarkið. Viltu sækja um í America‘s Next Top Model? Mér er alveg sama hvað þú ert gömul, elskan, þú þarft bara að kunna að „smize“ og vera opin fyrir því að læra að ganga niður tískupallinn eins og súpermódel.

https://www.instagram.com/p/BSWjeFvFYaW/

Þannig það má mögulega búast við fjölbreyttustu þáttaröðinni hingað til, við bíðum spenntar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?

Könnun – Hvaða flokk ætlar þú að kjósa?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum

Ekkert pláss í liðinu eftir að hann jafnar sig af meiðslum
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup

Sjálfstæðisflokkur mælist með 16% fylgi í nýrri könnun frá Gallup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsleikirnir gerðir upp og Adam Páls í beinni frá Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.