fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Skalli – Það sem hægt er að gera í málinu!

doktor.is
Laugardaginn 1. apríl 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skalli meðal karlmanna er algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum.


Frá fornu fari hefur verið litið á skalla sem merki um elli, hrumleika og getuleysi. Sköllóttir karlmenn voru álitnir meinlausir og ekki keppinautar um hylli kvenna. Vegna vanþekkingar voru þeir dæmdir úr leik í svefnherberginu og á vígvellinum.
Hin síðari ár hafa þessi viðhorf breyst og nú raka menn jafnvel hár sitt til merkis um karlmennsku og kynorku.

 

Hvað veldur skalla?

Sumir menn eru með svæði í hársverðinum sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu sem er í blóðrás allra karla. Karlhormónið veldur rýrnun í hárrótinni sem verður að lokum svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki. Hárrótin er enn lifandi en veldur ekki hlutverki sínu.
Einkennin koma venjulega í ljós milli tvítugs og þrítugs. Dæmigert er að fyrst verða kollvikin hærri, síðan verður hárlínan M-laga ef skallamyndunin er meiri. Það hár, sem eftir er, er oft þynnra og vex ekki eins hratt og fyrr.
Smátt og smátt verður hárið einnig þunnt ofan á höfðinu og að lokum nær víkjandi hárlínan saman úr báðum áttum og eftir er dæmigerður skalli, ber kollur og hárkrans neðar á höfðinu.

Er hægt að fyrirbyggja skalla?

Erfðir eru ein af orsökum hárloss og ef maður er með viðkvæm svæði í hársverðinum getur viðkomandi reiknað með að missa hárið að meira eða minna leyti.
Þá er í boði læknismeðferð, sem getur bætt horfurnar fyrir suma.

 

Hvað er til ráða?

Menn verða að gera sér ljóst hvaða afstöðu þeir hafa til hörfandi hárlínu. Afar stór hluti karla verður fyrir hárlosi og þeir bregðast misjafnlega við því.
Ein leið er að sætta sig við skallann, enda er skalli alveg eðlilegt fyrirbrigði.
Önnur er að snúa vörn í sókn og raka allt hár af höfðinu.
Hylja skallablettinn með því hári sem eftir er eða með hárkollu.
Reyna lyfjameðferð (sem getið er hér að neðan.)
Hægt er að safna fyrir hárígræðslu.

 

Hvaða meðferð er í boði?

Almennt er litið á skalla sem eðlilegt fyrirbrigði en ekki sjúkdóm. Ef sóst er eftir að endurheimta hárið, er það yfirleitt tímafrek og dýr meðferð, á kostnað viðkomandi.

Lyfjameðferð

Regaine® er hægt að kaupa í lausasölu en það getur endurvakið hárvöxt hjá um það bil fjórðungi þeirra karla sem það nota og haft hemil á hárlosi allt að 90% notenda.
Mestar líkur eru á að hafa gagn af meðalinu ef:

Viðomandi er ungur (20-30 ára).
Ekki eru liðin meira en 5 ár síðan hárið fór að falla af.
Viðkomandi er ekki orðinn nauðasköllóttur.
Kollvikin eru há.
Regaine® virkar best á lítið svæði efst á höfðinu. Reikna þarf með 4-12 mánaða meðferð áður en árangur kemur í ljós og halda þarf meðferðinni áfram alla ævi.
Vera kann að húðsérfræðingurinn mæli með blandaðri meðferð til að auka líkur á árangri.
Einnig er til lyfið, Propecia®, sem hefur verið samþykkt til meðhöndlunar á skalla karla. Lyfið hamlar gegn því að karlhormónið umbreytist í það hormón sem talið er valda skallanum. 86% þeirra sem tóku þátt í undirbúningsrannsókn á lyfinu fengu endurnýjaðan hárvöxt en lyfið olli stundum aukaverkunum á borð við minnkaða kynhvöt og getuleysi.

 

Lýtaaðgerð
Ef maður er staðráðinn í að endurreisa hárvöxtinn er skurðaðgerð það eina sem er alveg öruggt. Lýtalækningar eru í stöðugri framþróun og stöðugt er verið að bæta aðferðirnar við hárígræðslu.

Hárígræðsla felst í því að skurðlæknirinn flytur hár sem vöxtur er í aftan af hnakkanum upp á höfuðið. Þetta hentar best mönnum sem hafa misst hárið af framanverðu höfðinu. Til að aðgerðin heppnist skiptir máli aldur, háralitur, hvers kyns hárlos er um að ræða og hvort hárið var hrokkið eða slétt o.m.fl.
Fyrir menn með lítinn vel afmarkaðan skallablett ofan á hvirflinum getur stundum hentað að fjarlægja þann hluta af hársverðinum.

 

Skalli hjá konum
Skalli getur einnig komið fyrir hjá konum og þá helst ef skalli er útbreiddur meðal karla í ættinni.
Skalli kvenna er yfirleitt staðbundinn á hvirflinum og breiðist sjaldnast út um allt höfuðið.
Auk ofangreindra atriða geta konur fengið bót með því að taka antiandrogen (efni sem hamla gegn áhrifum karlhormóna) t.d. getnaðarvarnapillu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim

England: Jafntefli í fyrsta leik Amorim
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“

,,Ef það gerist þá mun Liverpool valta yfir okkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Cooper rekinn frá Leicester

Cooper rekinn frá Leicester
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að arftaki Ancelotti sé fundinn

Segja að arftaki Ancelotti sé fundinn
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.