fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025

Wonder Woman forsýnd í kvöld: Loksins ofurhetjumynd með kvenkyns aðalsöguhetju

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nexus forsýnir Wonder Woman í kvöld í Sambíóunum Egilshöll klukkan 22:30. Myndin verður aðeins sýnd í 2D og miðaverð er 1800 krónur. Myndin verður sýnd án hlés og með íslenskum texta. Á morgun verður Wonder Woman síðan frumsýnd.

Wonder Woman er fyrsta ofurhetjumyndin með kvenkyns aðalsöguhetju í meira en áratug. Myndin er leikstýrð af Patty Jenkins og er hún ein af þremur konum til að leikstýra leikinni mynd með fjárhagsáætlun yfir hundrað milljón Bandaríkjadollara. DC og Marvel hafa samtals gert 19 ofurhetjumyndir og eiga myndirnar eitt sameiginlegt. Aðalhlutverkin eru leikin af karlmönnum. Wonder Woman er fyrsta ofurhetjumyndin með konu í aðalhlutverki. Það er þá vert að spyrja sig hvort þetta sé einungis undantekning eða hvort þetta sé stórt og mikilvægt skref fyrir konur í ofurhetju og sci-fi heiminum sem er að mestu stjórnað af karlmönnum.

Myndin er að fá rosalega dóma, en hún fær bestu einkunn af DC myndum síðan The Dark Knight. Myndin fær 97 prósent á Rotten Tomatoes og fær einnig betri einkunn en Marvel ofurhetjumyndir eins og Iron Man, Guardians of the Galaxy og Marvel‘s The Avengers.

Við vitum ekki með ykkur en við getum ekki beðið eftir að sjá myndina. Horfðu á stikluna fyrir Wonder Woman hér fyrir neðan.

Hér getur þú skoðað viðburð Nexus fyrir forsýningu Wonder Woman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda

Gervigreindin um ræður Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteins: Áslaug Arna höfðar til innvígðra – Guðrún höfðar til breiðari hóps kjósenda
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.